Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 143
RÉTTUR
143
er orðið fjötur á frekari þróun
frelsisins, leiðin fram á við liggur
til sósíalismans, hins stéttlausa og
samvirka þjóðfélags. — Orðið
frelsi er eitt þeirra, sem misnotuð
eru hvað herfilegast á þessum
tímum „west“-ræns lýðskrums og
forheimskunar. Og því er bæði
heilnæmt og hressandi að lesa
þessa litlu bók.
Georges Cogniot: Realité
de la nation.
Bók þessi fjallar um þjóðernis-
málin. Höfundur leitast við að
sýna fram á, hversu þjóðirnar séu
til orðnar og hver séu sameigin-
leg einkenni slíkra félagsheilda.
Hann rekur kenningjar Marxism-
ans um þessi efni og teflir þeim
fram gegn skoðunum borgaranna.
Hann sýnir fram á, hvernig sönn
þjóðrækni og föðurlandshyggja
byggja jafnframt á virðingu fyrir
rétti og menningarverðmætum
annarra þjóða. Sönn þjóðrækni
og alþjóðahyggja eru því ekki
andstæður, heldur skilgetnar
systur. Á hinu leitinu er svo þjóð-
rembingsstefnan, afkvæmi auð-
valdsins, hrokablind sjálfsaðdáun
og fyrirlitning á öllum öðrum.
Þessi stefna hvetur til ofsókna
gegn þjóðernisminnihlutum og til
ráns og kúgunar á öðrum þjóðum.
En einnig hún á sér systur, hina
glamurskenndu og rótlausu
heimsborgarahyggju, og víkur
Cogniot nánar að því atriði, eink-
um í sambandi við útþenslustefnu
Bandaríkjanna. Og þessum ame-
rísku systrum kemur að sjálf-
sögðu prýðisvel saman. Heims-
borgarahyggjan innantóm kippir
sér vitanlega ekkert upp við það,
þótt þjóðrembingsstefnan ofsæki
þjóðernisminnihluta eins og
Svertingja eða Gyðinga eða fari
með stríði á hendur framandi
þjóðum. Og þjóðrembingsstefn-
an lætur það síður en svo á sig
fá, þó að heimsborgarahyggjan
gali um það, að opna verði allar
dyr fyrir erlendum viðskiptum
— og þjóðirnar verði að afsala sér
nokkru af sjálfstæði sínu heimin-
um til bjargar. Og það er heldur
engin ástæða til missættis, því
systurnar tvær eru reyndar sama
persónan í mismunandi gerfi. —
Og hlutverkið er aðeins eitt,
þjónusta fyrir útþenslu og yfir-
ráð hinna amerísku auðhringa.
Laurent Casanova:
Le parti Communiste, les
intellectuels et la nation.
Kommúnistaflokkurinn, mennta-
mennirnir og þjóðin kallast þessi
bók og hefur að geyma greinar,
er höfundur hefur ritað um(þessi
mál sem og ræður, er hann hefur
flutt á flokksþingum kommún-
istaflokksins franska. Hér er
gripið á einkar mikilvægu við-
fangsefni, og það því fremur sem
vitað er, að kommúnistaflokkur-
inn franski hefur jafnan átt mik-
ið fylgi með menntalýð landsins.
Hvert er hlutverk menntamann-
anna í sósíalistiskri baráttu al-
þýðunnar og frelsisbaráttu þjóð-
arinnar, og hvernig má hlutdeild
þeirra verða sem bezt og mest?
Hér skal ekki leitazt við að svara
þessum spurningum, en hitt látið
nægja að telja upp nokkrar af
kafla-fyrirsögnum bókarinnar, ef
það gæti orðið nokkur ábending
um inntak hennar. Hér koma
nokkur sýnishorn: List, bók-
menntir og stjórijmál“; „Komm-