Réttur - 01.01.1951, Qupperneq 135
RÉTTUR
135
samninga svo sem Sjómannafélag Reykjavíkur og Hið ís-
lenzka prentarafélag, geri samúðarverkfall. (H.l.P. hjá
þeim blöðum og fyrirtækjum sem eru andvíg kröfum verka-
manna). Sömuleiðis verði þau flutningatæki, sem verkfall-
ið nær til, hvergi afgreidd, hvorki hér á landi né erlendis.
3. Alþýðusambandið tryggi að alþjóðasamband það, sem
það er aðili að, veiti þá f járhagsaðstoð, sem nauðsynleg er
til þess að greiða verkfallsstyrk svo lengi, sem nauðsynlegt
er, og hefjist greiðslur eigi síðar en mánuði eftir að til
verkfalls kemur.
Þegar þetta er ritað er vitað um 20 félög, sem gera má
ráð fyrir að verði þátttakendur í þessum samtökum, og
ekki vafi að fleiri munu bætast í hópinn. — Aldrei fyrr
hafa svo víðtæk samtök staðið að sameiginlegri verkfalls-
baráttu hér á landi.
Hótun um nýtt hemám.
1 tilefni af tveggja ára afmæli Atlandshafsbandalagsins
hélt Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra eftirminnilega
útvarpsræðu. Þetta var stutt ræða, en í henni fólust þó eft-
irfarandi hótanir við íslenzku þjóðina:
1. Það er ákveðið að „vamir“ Islands skuli ,,tryggðar“
með sama hætti og í síðustu styrjöld, þ. e. með fjölmennu
erlendu herliði, og ennfremur að þetta skuli koma til fram-
kvæmda, áður en styrjöld hefjist, þegar valdamenn þeir
sem hlut eiga að máli telja að hætta sé yfirvofandi. Slík
hætta er nú þegar fyrir hendi í ríkum mæli og þessvegna
hefur ríkisstjórn Islands staðið í samningum við Banda-
ríkin og aðra stríðsfélaga sína um viðeigandi ráðstafanir.
2. Til þess að Islendingar legðu hlutfallslega jafnmikið
af mörkum og Norðmenn, þyrftu þeir að verja 90 milljónum
króna á ári til herbúnaðar og koma upp 12.000 manna her.
Hér er ekkert um að villast. Það er boðað að nýtt her-
nám standi fyrir dyrum og jafnframt lögð áherzla á að