Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 136
136
RÉTTUR
Islendingum beri að minnsta kosti siðferðisskylda til að
koma upp geysif jölmennum innlendum her og leggja fram
árlega til hervæðingar upphæð, sem samsvarar andvirði
a. m.k 10 togara af fullkomnustu gerð með núverandi verði,
og að krónutölu nærri því eins mikið fé og allir nýsköpunar-
togararnir kostuðu á sínum tíma. Þetta eru nýsköpunar-
hugsjónir núverandi ríkisstjórnar. Um það hefur oft verið
spurt hvaða fyrirskipanir Eisenhower muni hafa haft með-
ferðis, er hann var hér í heimsókn. Þetta er fyrsta svarið,
sem fengizt hefur við þeirri spurningu.
Aðför að stærsta kaupfélagi landsins.
Undanfarin ár hefur verið hin bezta samvinna í Kaup-
félagi Reykjavíkur og nágrennis með samvinnumönnum
úr öllum flokkum og þess vandlega gætt að láta flokkspóli-
tísk sjónarmið engu ráða um val trúnaðarmanna. Enda
hefur félagið aukizt og eflst svo mjög, að farið hefur fram
úr hinum glæstustu vonum og öll stjóm þess er með hin-
um mestu ágætum. En nú brá svo við, er kosningar skyldu
fara fram til aðalfundar þess, að þríflokkarnir, Ihaldið,
Framsókn og Alþýðuflokkurinn, stilltu upp flokkspólitísk-
um „lista“ gegn uppástungum þeim, sem samvinnumenn úr
ýmsum flokkum, sem eiga sæti í deildarstjómum félagsins
höfðu komið sér saman um. Kosningabaráttan var háð með
þeim ofsa og siðleysi, sem einkennir áróður þann, sem
stjómað er frá Bandaríkjunum og fé ekki sparað. Forastan
í aðför þessari var öll í höndum verzlunarauðvaldsins í
Reykjavik, sem vill Kaupfélagið feigt af skiljanlegum
ástæðum. — En aðförin mistókst herfilega. Uppástungur
deildarstjórnanna fengu 2319 atkvæði, en tillögur sundr-
ungarmanna aðeins 1575, enda þótt allir þrír borgara-
flokkarnir beittu öllum blaðakosti sínum og margþjálfaðri
kosningavél.
Ekki er að efa að herör þessi var skorin upp samkvæmt