Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 102
102
RÉTTUR
erlendis frá og skipulagt hér af þjónum amerískra valdhafa. Sök
meirihluta þjóðarinnar á þessu atvinnuleysi liggur í því að hafa
látið blekkja sig til þess 1949 að kjósa hina þrjá amerísku flokka,
þrátt fyrir viðvaranir okkar sósíalista um að einokun og eymd
mundi af því hljótast.
En ameríska auðvaldinu nægir ekki að draga úr atvinnu með
beinu banni yfirvaldanna við frjálsri vinnu. Það reynir og að
hindra að fé fáist til atvinnuframkvæmda.
3. Lánveitingavaldið gera að svipu á þjóðina í stað þess að vera
lyftistöng. Landsbankinn var stofnaður í því skyni að vera atvinnu-
vegum þjóðarinnar lyftistöng, hlutverk hans var að skapa og efla
sjálfstætt þjóðlegt atvinnulíf. Sem seðlabanki drottnar bankinn
yfir lánveitingunum. Samtímis þeim aðgerðum, sem áður var lýst
og stefndu að því að draga úr atvinnunni, hóf Landsbankinn skipu-
lagðar aðgerðir, er miðuðu í sömu átt, með því að draga úr eðlileg-
um lánsfjárveitingum. Vegna gengislækkunarinnar 20. marz 1950
var eðlilegt að lánveitingar bankans og bankanna hefðu vaxið
mikið, til þess að standa undir eðlilegri lánsfjárþörf atvinnuveg-
anna, sem nú þurftu að greiða oft 74—100% hærra verð fyrir
erlendar vörur og hafa miklu meira í veltu en áður, vegna hins
hækkaða verðlags. En aukningin á lánsfénu var hverfandi lítil,
útlán bankanna voru í janúar 1951 1082 milljónir kr. móts við 911
milljónir á sama tíma 1950, en innlög höfðu á sama tíma vaxið
úr 609 millj. kr. upp í 761 milljón. Seðlaveltan var í febrúar 1951
176 milljónir móts við 167 millj. á sama tíma 1950, eða fyrir geng-
islækkun. Þetta jafngilti harðvítugum samdrætti í lánveitingum,
sem kom fram í því að fjölmörg atvinnufyrirtæki urðu að draga
saman seglin, fækka mönnum og minnka framleiðslu. Þessi sam-
dráttarpólitík beindist því gegn hagsmunum verkamanna, hand-
verksmanna, kaupmanna og þorra atvinnurekenda, ef þeir áttu
ekki annaðhvort mikið lausafé eða sérstaka náð fyrir augum bank-
ans. Vafalaust hefur bankastjórn Landsbankans farið út í þessa
stefnu að undirlagi ríkisstjórnar og hinnar drottnandi einokunar-
klíku í landinu — og þá verið ríkisstjórninni þægari, þegar um
slíkar fjandskaparaðgerðir gegn atvinnulífinu var að ræða en hún