Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 127
RÉ'TTUR
127
Framsókn, tæki þeirra til þess að ná völdunum og halda þeim.
Þessir flokkar hafa sem valdatæki þróast í samræmi við þann
tilgang.
Framsóknarflokkurinn er frá því að vera hagsmunaflokkur
bænda og að vissu leyti samvinnuflokkur orðinn að valdatæki
fyrir bandamenn Standard Oil og annara amerískra auðhringa,
til þess að tryggja þeim fjárhagsleg völd. (Hvernig verið er að
ræna Áburðarverksmiðjunni undan stjórn ríkisins á eftir að verða
eitt dæmið um yfirgang þessara einokunarklíkna). Umhyggja fyrir
hagsmunum bænda er fyrir þessa valdhafa aðeins orðið spurningin
hvað mikið þurfi að gera fyrir þá til þess að missa ekki traust
þeirra.
„Sjálfstæðis“flokkurinn er frá því að vera flokkur borgarastétt-
arinnar orðinn einkafyrirtæki 6—8 heildsala og Kveldúlfs, rekinn
út frá fjölskyldu- eða firma-sjónarmiði þessara manna og þess-
vegna eigi aðeins gegn hagsmunum verkalýðs og allrar alþýðu,
heldur gegn hagsmunum meginþorra borgarastéttarinnar: útvegs-
manna, iðnrekenda, smákaupmanna, handverksmanna, — allra
annara en hinnar útvöldu klíku Verzlunarráðsins og Kveldúlfs.
Uppreisnin gegn þessari einokun Sj álfstæðisflokksins í þágu
einokunarhöfðingjanna, hefur magnast upp á síðkastið, eins
og m. a. hefur komið fram í úrsögnum ýmissa kaupmannafélaga úr
Verzlunarráðinu; en reynt er að berja alla mótspyrnu niður með
fjármálalegum þvingunarráðstöfunum: bannfærslu hinna óþægu
hjá innflutningsyfirvöldum og banke.
★
Það er þessi valdaklíka íhalds og Framsóknar, sem ber ábyrgð-
ina á niðurlægingu íslands, á vaxandi kúgun og áþján, á auknu
atvinnuleysi og skorti.
Þjóðin verður að leysa sig úr læðingi þessara ránsflokka. Það
er fjötur þeirra á henni, sem nú veldur arðráni því, sem hún er
beitt: atvinnuleysi, kaupkúgun og dýrtíð.
Þjóð vor verður að rísa upp gegn þeim einokunarhöfðingjum og
amerísku auðjöfrum, sem traðka nú lög og rétt íslendinga undir