Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 88
88
RÉTTUR
mönnum er heldur en ekki nokkuð niðri fyrir, því þeir
heyra miklar sögur af Norðlendingum og þeim forstöðu-
mönnum fundarins." Sýnir þetta glöggt, að J. S. taldi sig
ekki „forstöðumann" þessa fundarhalds.
Þingvallafundurinn var haldinn dagana 26.—29. júlí.
Hann sóttu 36 kjömir fulltrúar af 41, höfðu þeir einir
atkvæðisrétt, en allir höfðu málfrelsi.* Halldór Kr. Frið-
riksson setti fundinn og Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóð-
ólfs var kosinn „forseti" hans. Brýndu þeir báðir fyrir
mönnum, að hlutverk fundarins væri einungis að sýna þjóð-
arviljann og undirbúa þannig komandi alþingi.. Var því
þegar í upphafi komið inn á það atriði, sem varð aðaldeilu-
efnið.
Níu manna nefnd var kosin til þess að íhuga bænarskrá
um stjórnskipunarmálið, sem sendar voru fundinum og
alþingi úr flestum kjördæmum landsins. Vitað er um sjö
af nefndarmönnum og voru það þessir: Síra Benedikt
Kristjánsson prófastur í Múla, síra Páll Pálsson á Prest-
bakka á Síðu, Indriði Gíslason bóndi á Hvoli í Saurbæ,
Daníel Thorlacius verzlunarstjóri í Stykkishólmi, Skafti
Jósefsson verzlunarm. á Grafarósi (sáðar ritstj.), Sighvat-
ur Árnason bóndi í Eyvindartungu og Ólafur Sigurðsson
bóndi í Ási í Hegranesi. Næsta dag (27. júlí) lagði nefndin
fram — ekki álit — heldur fullbúið stjórnarskrárfrum-
varp og lagði til að fundurinn kysi þrjá menn til þess að
flytja það konungi, annaðhvort til samþykktar eða synj-
unar. í fyrstu gr. frumvarpsins segir, að íslands sé „frjálst
þjóðfélag“, sem standi „í því einu sambandi við Dani, að
það lýtur hinum sama konungi og þeir.“ Konungur átti að
* Við kosningar til Þingvallafundarins var ekki haldið fast við
kosningarréttartakmarkanir þær sem giltu við alþingiskosningar.
Deila nokkur reis út af kosningu fulltrúans í Reykjavík vegna þess
að í henni tóku þátt óatkvæðisbærir menn og vildu stjórnarsinnar
ógilda kosninguna af þeim sökum.