Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 120
120
HÉTTUR
ef hann flytur inn nauðsynjar sínar, án leyfis fjárhagsráðs eða
Landsbankans. íslendingurinn er gersamlega ofurseldur gerræði
skriffinnskuvaldsins, einokunarklíkunnar, — og dómsmálaráðlierr-
ann stendur sem grimmur varðhundur á verðinum um þessa ein-
okun hins þýlynda höfðingjavalds, um þetta réttleysi íslenzku
þjóðarinnar.
En Ameríkaninn á Keflavíkurflugvelli, sem samkvæmt samn-
ingi frá 7. okt. 1946, heyrir undir öll íslenzk lög, byggir, eins og
honum þóknast, kaupir inn og sendir út, eins og honum þóknast.
Með öðrum orðum: hans vilji eru þar lög. Og dómsmálaráðherrann
er þar blíðmáll, brosandi og auðmjúkur. Dirfist Alþingi að óska
rannsóknar eða upplýsinga, þá er hinsvegar ofstækið og ofbeldið
til taks, þá eru reglur og lög brotin á Alþingi sjálfu af ráðherrum,
sem lúta hinu erlenda valdi, en álíta sig ekki ábyrga fyrir þingi.***
Með þessu réttleysis- og lögleysis-ástandi, þar sem Ameríkanar
*** Það er fróðlegt í sambandi við það, hvernig nú eru kveðnar
niður á Alþingi allar raddir um afnám einokunarinnar, kröfurnar
um að gera iðnað og verzlun íslendinga frjálsa, og öll gagnrýni
um nýlenduástandið á Keflavíkurflugvelli og víðar, — að rifja upp
hvað Jón Sigurðsson sagði í grein sinni „Um Alþing“ í Nýjum
félagsritum II. 1842, bls. 7:
„Þar (á Alþingi) er staðurinn sem bezt má tala um vankvæði
landsins í viðskiftum við Danmörku og hversu viðskiptum þeim
skuli háttað vera svo hvorugur verði fyrir halla; þar geta íslend-
ingar best sagt svo það heyrist: hvort þeir vilja vera nýlendumenn* *
Dana eður ekki; hvort þeir vilja veltast úr sæti frjálsra manna nið-
ur á pallskör þrælanna hvort þeir viðurkenna að þeir eigi jafnan
rétt Dönum, eða hve miklu minni eður alls engan.“
* „Það er helst einkennandi við nýlendumenn, eftir því sem
hingað til hefir við gengist, að þeir eru í öllu gjörðir undirlægjur
höfuðlandsins, sem kallað er „móðurland“ (!!) þeirra, og hefir
höfuðlandið einkum áskilið sér að hafa hag af öllum vörutilbúningi
„nýlendunnar“; en það er auðsætt, að þegar allur vörutilbúningur
er ætlaður til hagnaðar öðrum, þá er öll verslun það líka, og með
henni allir atvinnuvegir, því hún er undirstaða þeirra allra.“