Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 12
12
RETTUR
að hann taki ekki sérstaklega fram, að Alþýðuflokkurinn
sé utanríkisstefnu Bjarna Benediktssonar algerlega sam-
mála.
★
Sú barátta verkalýðsins fyrir atvinnu, sem nú er hafin,
er allfrábrugðin atvinnuleysisbaráttu fyrirstríðsáranna
bæði um svip og innihald.
Þetta byggist á þeirri staðreynd, að fslendingar hafa
sjálfir sannprófað það af eigin raun, að allir vinnufærir
fslendingar geta haft fulla atvinnu, að atvinnuleysi þarf
ekki að þekkjast í landi okkar.
Þessi reynsla grundvallast fyrst og fremst á tvennu:
í fyrsta lagi sýndi nýsköpunartímabilið, hvílíka úrslita-
þýðingu beiting ríkisvaldsins sjálfs hefur í þessum efnum,
og sannaði, að þegar ríkisvaldinu er beitt að eflingu at-
vinnulífsins, lætur atvinnuleysið undan síga.
í öðru lagi sannaðist það á þessu sama tímabili, að ís-
land þarf ekki lengur að vera efnahagslega háð kreppu-
og styrjaldarbúskap auðvaldslandanna, heldur getur það
tryggt sér örugg og varanleg viðskipti við sósíalistisku
ríkin og tryggt sig þar með gegn utanaðkomandi kreppu-
áhrifum auðvaldsheimsins.
Með öðrum orðum: Reynslan hefur sannað íslendingum,
að hin ytri skilyrði eru fyrir hendi til varanlegrar útrým-
ingar atvinnuleysinu og að hægt er að skapa hin innri skil-
yrði þess.
Eftir er þá hlutur fslendinga sjálfra, spurningin um beit-
ingu íslenzka ríkisvaldsins að atvinnu eða atvinnuleysi.
Á svarinu við þeirri spurningu veltur það, hvort íslenzka
þjóðin á að veslast upp í atvinnuleysi og eymd eða stefna
mót bjartari framtíð fullrar atvinnu og vaxandi velmeg-
unar.
★