Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 51
RÉTTUR
51
rekja til straumhvarfa sem verða um þetta leyti í dönsltum
stjómmálum. Þjóðfrelsisflokkurinn svonefndi (National-
liberale) hafði verið nær einráður í Danmörku um 20 ára
skeið, eða frá því að einveldi var aflétt. Hann var fyrst og
fremst borgaralegur flokkur, sem hafði aðalstyrk sinn í
bæjunum, höfuðmarkmið hans var í fyrstu að tryggja borg-
arastéttinni völdin í þjóðfélaginu með því að koma á borg-
aralegu lýðræði og þingbundinni stjórn. Þetta komst á
með grundvallarlögunum 1849. Einn helzti forustumaður
flokksins, skáldið Carl Ploug, sagði þá um flokk sinn:
„Þegar við höfum fengið stjórnskipunarlög, verðum við
allir íhaldsmenn." Það varð að sannmæli. Viðleitni flokks-
ins beindist síðan mest að því að reyra hið forna konungs-
ríki sem fastast saman með því að þvinga dönsku grund-
vallarlögin yfir á ,,hjálendur“ þess, Island og hertogadæmin
Slésvík Holstein og Lauenborg. Ibúar hertogadæmanna
voru að meirihluta þýzkir og hófu uppreisn gegn alríkis-
stefnu (Helstatspolitik) stjórnarinnar. Vildu þeir að her-
togadæmin fengju nokkra sjálfstjóm og gengju í þýzka
sambandið. Varð þetta upphaf Slésvíkurstríðsins fyrra
(1848—49), milli Dana og Þjóðverja.*
I fyrstu horfði allóvænlega fyrir Dönum, og má vera
að það hafi átt sinn þátt í því að Islendingum var heitið
með konungsbréfi 26. sept. 1849, að „staða“ Islands í rík-
* Svo er að sjá að margir íslendingar, þótt þjóðræknir væru,
hafi haft fulla samúð með Dönum í stríðinu og einn íslenzkur
stúdent, skáldið Jón Thoroddsen gerðist sjálfboðaliði í her Dana.
En aðrir, svo sem Jón Sigurðsson sáu, að úrslit stjórnskipunarmáls
íslendinga voru mjög undir því komin, að Dönum tækist ekki að
kúga hertogadæmin. Eru ummæli hans um þetta mál víða mjög
nöpur í garð Dana og mun hann aldrei hafa harmað ófarir þeirra
í Slésvíkurmálinu fyrr eða síðar. Danskir blaðamenn vissu þetta
vel og kölluðu hann stundum „Slésvig-Holsteiner“ og uppreisnar-
mann gegn ríkinu.