Réttur - 01.01.1951, Page 35
RÉTTUR
35
mun ísinn á stöðuvötnunum verða þykkari en á venjulegum
fljótum og endast lengur fram á vorið. Að nóttu til munu háir
vitar vísa skipunum leið. Ljóskeilurnar frá þessum vitum munu
sjást marga tugi kíómetra.
Allt þetta er þó aðeins smærri drættirnir í hinni stórkostlegu
mynd sem birtist fyrir sjónum okkar þegar við kynnumst Stalín-
áætluninni miklu um ummyndun lands okkar. Systurfljót Volgu,
hin volduga Dnépr mun einnig bregða vana sínum. Vatnsflöðin
sem jafnan koma á vorin munu ekki eins og nú renna beint til
hafs án þess að gera nokkurt gagn. Vatnið mun verða leitt um
langan veg og gegnum steppurnar frá Saporosé til Sívasj eftir nýja
Úkraínu skurðinum og frá Sivasj til Kertsj eftir Norður-Krím-
skurðinum.
í vorleysingunum, þegar vatnið flæðir um akra og engi eins
lángt og augað eygir, finnst manni eins og flóðunum muni aldrei
linna. En samt eru þau allt í einu horfin eins skyndilega og þau
komu. Eftir eina eða tvær vikur er vatnið horfið og hefur sleppt
herfangi sínu, trjábolum og greinum og moldinni, sem það hefur
skolað burt af ökrunum. En hvað er orðið af vatninu? Það er
komið langar leiðir burtu, til hafs.
Við ætlum að grípa fram í þessa eilífu atburðanna rás. Við mun-
um stöðva leysingavatnið við Dnépr stífluna og beina því inn í
geysilega uppistöðu sem gerð verður við ána Moltsjnaja meðfram
suður-Úkraínu skurðinum. Þar verður vatnið geymt til sumarsins
svo að ofþornun jarðvegsins á ökrunum og ávaxtagörðum verður
óþekkt fyrirbæri.
En ekkert vor er öðru líkt. Vorleysingarnar eru miklar þegar
mikið hefur snjóað um veturinn, og minni ef lítið hefur snjóað.
Til þess að þessar sveiflur hafi ekki áhrif á ræktarlandið verður
önnur mikil uppistaða við Kakofka ekki alllangt frá ósum Dnépr.
Hér mun verða byggður afarmikill stíflugarður sem stöðvar vatnið
rétt áður en það mundi annars falla til sjávar. Þetta vatn verður
tengt við aðalkerfið með sérstökum skurði út í suður-Úkraínu
skurðinn mikla. Árin sem leysingavatn er óvenju lítið verður vatn-
ið í áveituskurðunum aukið með vatni frá Kakofka uppistöðunni.