Réttur


Réttur - 01.01.1951, Side 115

Réttur - 01.01.1951, Side 115
RÉTTUR 115 íun. Vér þurfum að afla oss þess frelsis, brjóta ok þessara erlendu og innlendu einokunarhringa af oss — og læra að starfa sem bezt saman að því að hagnýta það frelsi. Öll barátta íslenzkrar alþýðu fyrir því að bæta lífskjör sín, hrinda þeim árásum sem á hana hafa verið gerðar og vinna aftur það, sem glatast hefur fyrir það að altof margir kusu amerísk þý á þing 1949, — öll slík hagsmunabarátta alþýðu verður órjúf- anlega tengd baráttunni fyrir frelsi þjóðarinnar af oki amerísku auðdrottnanna og erindreka þeirra, einokunarhöfðingjanna ís- lenzku. Oss íslendinga ætti ekki að skorta reynsluna í þeirri baráttu og þurfum ekki langt að sækja fyrirmyndirnar um þá þrautseigju og þjóðlegu samheldni, sem þarf til þess að vinna sigur að lokum. í allar eggjanir beztu skálda vorra frá tímum þjóðfrelsisbar- áttunnar færist nýr máttur, jafnvel í háðið þeirra til þýjanna, er nú heimta að vér krjúpum á kné og þökkum „stóra bróður“ vestan hafs fyrir „gjafirnar", sem haldi lífinu í oss „aumum og vesælum." En þjóðarstolt vort og ættjarðarást, hrifning af kvæðum skáld- anna og fögrum fordæmum brautryðjendanna, er oss ekki nóg. Hver stétt íslands verður að skoða algáðum augum afstöðu sína í þjóðfélaginu og þora að líta á verkefni sín og nauðsyn samstarfs við aðra, án þess að láta pólitískar flokkaskoðanir eða smærri hagsmunamótsetningar skyggja á það, sem er aðalatriðið: einingu þjóðarinnar gegn þeim fjandmanni, sem er að brjóta hana á bak aftur að leggja hana undir ok sitt. Verkalýður íslands verður framar öllum að skilja til hlítar for- ustuhlutverk sitt í baráttu þjóðarinnar. Því oki kauplækkana og at- vinnuleysis, sem nú hvílir svo þungt á herðum hans, verður ekki aflétt með kaupdeilum og atvinnuleysisbáráttu einni saman. Verkalýðurinn verður að sameinast sjálfur og sameina aðrar stétt- ir undir forustu sinni, til þess að taka sjálfur forustu þjóðarinnar á stj órnmálasviðinu. Aðeins með því móti fær hann aðstöðu til þess að einbeita kröftum þjóðarinnar til framfara, til útrýmingar atvinnuleysinu, til nýsköpunar í öllum atvinnuvegum íslendinga. Bændur íslands þurfa að skilja til hlítar hve órjúfanlega hags-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.