Réttur


Réttur - 01.01.1974, Page 72

Réttur - 01.01.1974, Page 72
 Yfirstéttir illa til frelsisbaráttu fallnar. ,,— En, máske menn bíði þess, að hinir svonefndu fyrirliðar þjóð- arinnar, yfirvöldin, gangi á undan og leiði þá til frelsis og farsældar? — Þá megi þér að vísu lengi bíða, bræður góðurl því svo er langt frá að þeir sé líklegir til að gerast oddvitar, að þeir fara varla I flokk yðvarn nema neyðin þrýsti að þeim, það leiðir af stöðu þeirra og hugsunarhætti, um það mætti reynslan hafa sannfært oss nóg- samlega." i „Ávarpi til lslendinga,“ i Nýjum Félagsritum 1849. Undirgefní undir drottna á Suðurnesjum forðum daga [Á Kálfatjarnarþingi 27. júli 1699 var Hólmfastur Guðmundsson húð- strýktur af grimmd eftir kröfu hins illa þokkaða kaupmanns Knud Storms, en kaupmaðurinn danski lét þá, er á þingi voru samþykkja svohljóðandi traustsyfirlýsingu til sin og ósk um að hann mætti þar áfram stunda iðju sína]. „Uppá ofanskrifaða ósk og begering er vort andsvar og opin- ber vitnisburður, að kaupmaður- inn Knud Storm hefur umgengist frómlega og fnðsamlega við sér- hvern mann og sína kauphöndlun haldið í alla máta eftir Kgl. Mts. taksta og forordningum og sér- hvers manns nauðsynjum jafnan góðviljuglega gegnt og tilbærilega hjálpað og fullnægt með góðri kaupmannsvöru i allan máta, svo sem sérhver óskað hefur og sér- hverjum oss er vitanlegt. Hvers vegna vér skylduglega viljum þess- ari hans tilbærilegu begeringu vel og kristilega gegna og gjarnan óska, að fyrr velnefndur kaupmað- ur mætti vel og lengi með lukku og blessan sömu höndlan fram- halda og hljóta (bæði hér á landi og annarsstaðar) guðs náð og gleðileg velfelli til lífs og sálar æ jafnan fyrir Jesum Christum." Konan og sósíalisminn „Fullkomið frelsi konunnar, al- gert jafnrétti hennar og karlmanns- ins er eitt af markmiðum menn- ingarþróunar vorrar og enginn máttur á jörðu vorri megnar að hindra að því marki verði náð. En þetta öðlumst vér aðeins með al- gerri umbyltingu, sem afnemur vald manns yfir manni — og þá einnig vald auðmannsins yfir verkamanninum. Þá fyrst nær mannkynið æðsta þroska sínum. Sú „gullöld", sem mennina hefur dreymt um og þeir þráð árþúsund- um saman, mun að lokum koma. Stéttardrottnunin er þá á enda, en þar með einnig drottnun karl- mannsins yfir konunni." „Framtíðin tilheyrir sósíalisman- um og það þýðir í fyrsta lagi verkamanninum og konunni." August Bebel: „Konan og sósialisminn". (50. útgáfa bókarinnar kom út 1909. Þetta þýtt úr útgáfunni 1922. Þá höfðu komið út 180 þúsund eintök). Þekking verkamanna „Keisarar Þýskalands og Rúss- lands og aðrir stjórnendur stór- veldanna væru ekki hræddir og skylfu ekki eins og smágreinar í stórviðri — fyrir fátækum iðnað- armönnum, daglaunamönnum og öðrum smælingjum — ef þetta væru aðeins lausingjar, sem hlaupið hefðu saman snöggvast til hagnaðar sér í svipinn, en væru siðspilltir menn og menntunarlitlir, tilbúnir að tortryggja og svíkja hvor annan á morgun. Nei. — — En kynslóð, sem vinnur á daginn og ver öllum kvöldum sínum og litlu frístundum til þess að mennta sig, og sínum litlu fátæklingsaurum til menning- ar sér og félagsnauðsynju, og ennfremur elur börn sín upp i því, að vera sjálfum sér og félag- inu trú og réttlát við alla. — Slíka menn óttast æðri stéttir og stjórn- völd rikjanna. Því að þeir vinna i lið með sér alla bestu og rétt- látustu menn þjóðanna, og þeir munu erfa rikið og völdin." Þorsteinn Erlingsson (í erind- inu „Verkamannasamtökin," fluttu 29. des. 1912 I Verka- mannafélaginu Dagsbrún). 72

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.