Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Síða 62
henni tók Lúðvík Guðmundsson kaupmaður.
Rak hann stöðina til ársins 1941. Þá var stofn-
að h. f. „Garður“, er keypti útgerðarstöð þessa,
og hefur rekið liana síðan. Fyrsti framkvæmda-
stjóri hjá „Garði“ var Sverrir Júlíusson úr
Keflavík, en hann er nú formaður Landssam-
bands íslenzkra útvegsmanna. Síðan tók við
framkvæmdastjórn Karl Jónsson frá Klöpp á
Miðnesi. Hefur hann séð um rekstur fyrirtækis-
Sveinn Jónsson. Ólafur Jónsson.
ins síðustu árin 'og gerir það enn. H. f. Garður
hefur ráðizt í allmiklar framkvæmdir, og er þó
mest um vert smíð á stóru hraðfrystihúsi.
Aðaleigendur Garðs h.f. eru þessir:
óskar Halldórsson, útgerðarmaður, h.f. Lýsi,
Olíuverzlun íslands og nokkrir útgerðarmenn í
Garðinum. Stjórn félagsins skipa eftirtaldir
menn:
Héðinn Valdimarsson, forstj. Reykjavík,
form.
Tryggvi Ólafsson, forstj. Rvík.
Óskar Halldórsson, útgerðann., Rvík.
Guðlaugur Eiríksson, útgerðarm. Meiðastöð-
um, Garði.
Þórður Guðmundsson, útgerðarmaður, Gerð-
um, Garði.
Vertíðarstörf.
Undanfarin ár hafa að jafnaði róið um 30 bát-
ar frá Sandgerði. Bátar þessir hafa farið stækk-
andi smám saman, og eru þeir nú flestir 20—30
smálestir, nokkrir þó stærri. Að jafnaði eru tólf
menn á hverjum bát, sjö í landi en fimm á sjón-
um. Fiskur allur er veiddur á línu. Eins og áður
var að vikið, hefur línulengd farið mjög vax-
andi, og er nú að staðaldri róið með 35—40 bjóð
í róðri. Bjóðið er hálft olíufat, og eru í heilu
bjóði 400—500 krókar. Dræsa sú, sem hver bát-
ur leggur í sjó er geysimikil, eins og glögglega
sézt á því, að bátarnir eru á annan klukkutíma
að leggja línu sína alla. Er þó lagt með fullri
ferð og ganga flestir bátarnir vel, 9—10 mílur
á klst. Það hefur verið Íauslega reiknað út, að
lína sú, sem allir Sandgerðisbátar leggja á degi
hverjum, myndi ná frá Reykjanesi vestur fyrir
allt land og norður á móts við Skaga.
Síðustu árin hefur nær allur sá fiskur, sem
á land hefur komið í Sandgerði, ýmist verið
keyptur í hraðfrystihúsin eða seldur nýr í skip
til Keflavíkur og Hafnarfjarðar. Landmennirnir
frá bátum taka við íiskinum á bryggju, fleygja
honum upp á bíla og aka með hann í íiskað-
gerðahúsin. Þar hausa þeir fiskinn og slægja,
nema þann hlutann, sem fer í hraðfrystihúsin.
Þá er aðeins slægt en ekki hausað. Eftir þetta
er fiskinum öðru sinni hent á bíla, og þá eru
skipverjar lausir við hann. Meginstarf land-
mannanna er í því fólgið, að beita hina löngu
línu. Þá þurfa þeir einnig að taka á móti bát
sínum þegar hann kemur að landi, sækja gömlu
línuna um borð og koma aftur með nýbeitt bjóð-
in, áður en lagt er af stað aftur í róður.
Sjómennirnir róa á fastákveðnum „róðrar-
tíma“. Má enginn fara mínútu fyrr en merki er
gefið. Róðrartími þessi færist til, eftir því sem
líður á vertíð og daginn lengir. f fyrstu er e. t. v.
eklci róið fyrr en klukkan tvö að nóttu, síðan er
tíminn færður til kl. eitt, en síðar hefjast róðr-
ar á miðnætti, og þegar fram á vorið kemur er
tekið að róa að kvöldinu.
Skömmu áður en róðrartími kemur, safnast
allur flotinn saman úti á sundinu, og raða bát-
arnir sér þar upp, næstum því borð við borð.
Skyndilega bregður fyrir glampa, blysi er brugð-
ið á loft. Bátarnir taka allir viðbragð, auka
hraðann, — eftir andartak sitja þeir í hvitfyss-
andi tótt. Nú er haldið fram til miða.
Áður fyrr, meðan róið var frá Sandgerði á
árabátum, var þeim sið vandlega haldið, að róa
til ákveðinna miða, þar sem allt var tengt við
landsýn. Þegar er vélbátatíminn hófst, lagðist
sá háttur niður að miða við land. Var þá ein-
göngu siglt eftir áttavita og lagt eftir honum,
en við það miðað hve lengi var „keyrt“ til hafs.
Róa menn nú t. d. IV2 klst. í vestur að norðri,
eða þrjá tíma í vestur, svo að einhver dæmi séu
tekin.
Þegar komið er á þær slóðir, þar sem skip-
stjóra virðist helzt von um afla, er línan lögð,
og tekur það allt að fimm stundarfjórðungum.
Þessu næst er legið yfir línunni, oftast 3—4
stundir, eða þar til fyrsta skíma sézt af degi.
Þá er ekki lengur til setu boðið. Nú þarf að fara
að draga línuna, og mun ekki af veita, ef því
skal vera lokið áður en myrkrið dettur á að
kvöldi. Það marrar og syngur í tannhjólum línu-
spilsins, sem togar dræsuna jafnt og þétt upp
úr sjónum.Fiskur hangir á öngli öðru hvoru.
Einn á fætur öðrum er goggaður inn fyrir borð-
ið og hafnar í lestinni. Dagurinn líður. Smám
VtKINGUR
332