Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Síða 40
Fyrsta þingið
I þessu húsi var fysta
þing FFSI haldið fyrir
fimmtíu árum. Þá hét
þaö Oddfellowhöllin, en
þykir varla höll lengur i
samanburöi við önnur
hús borgarinnar.
40 VÍKINGUR
urstaðan úr þeirri umræðu
varð eins konar haltumér-
slepptumér pólitik. Allir þing-
fulltrúar voru á einu máli um
að...brýn nauðsyn væri á að
þetta mál yrði tekið til athug-
unar innan félaganna...", en
sambandið ætti ekki að vera
með puttana í því. Samt var
ályktaö þannig um málið að
þegar félögin hefðu ákveðiö
sinn launataxta skyldu þau
bera hann undir sambands-
stjórn til álits, áður en hann
yrði tilkynntur og skyldi sam-
bansstjórn vinna að þvi að
hver launaflokkur yrði sem
svipaðastur hvar sem væri á
landinu.
Öryggi í öndvegi
Öryggi sjófarenda var stórt
og yfirgripsmikið mál á þing-
inu. Guðbjartur Ólafsson var
framsögumaður og talaði
einkum um galla sem hann
taldi vera á skoðun og eftirliti
Skipaskoðunar ríkisins á
skipum og bátum og öryggi
þeirra. Konráð Gislason tal-
aði um vitakerfið, sem hann
sagði vera mjög ábótavant,
en einkum fjallaöi hann um
sjómælingar. Hann rakti i
stórum dráttum hvað mikið
væri ómælt i kringum landið
og sjókort þvi ófullkomin og
benti á nauðsyn þess að sjó-
mælingar væru látnar ganga
fyrir landmælingum.
Þá talaði Sveinn Þorsteins-
son um ofhleðslu síldarbát-
anna. Svo fyrirferðarmikil
voru öryggismálin í nefnd að
henni tókst ekki að skila áliti
á tilsettum tima en fór fram á
frest. Hún fékk allgóðan frest,
því að næsti þingfundur var
ákveðinn fjórum dögum síðar.
„Var þessi frestur svona
langur vegna hinnar miklu
vinnu, sem þurfti til þess að
afgreiöa málin úr nefndum",
segir i fundargerðinni. Nefnd-
in skilaði svo mjög ítarlegum
tillögum til úrbóta í öryggis-
málum, mjög i anda þess sem
framsögumennirnir höfðu tal-
aö, og voru þær allar sam-
þykktar eftir miklar umræður.
Og þar var ekki látið staöar
numið, heldur skipaði þingið
þriggja manna nefnd til að-
stoöar sambandsstjórninni i
öryggismálum sjófarenda.
„Án þess að vera háð
duttlungum póitískra
flokka“
Framsögumaður um útgáfu
blaös eöa tímarits fyrir sjó-
menn, var Þorgrimur Sveins-
son. „Fór hann nokkrum orð-
um um hina miklu nauðsyn
þess að sjómannastéttin ætti
sitt eigið málgagn, þar sem
hún gæti skrifað um sin
áhugamál, án þess að vera
háð duttlungum pólitískra
flokka". Fjárhagsnefnd
þingsins var á sama máli, en
treysti sér ekki til að mæla
með framkvæmdum þar sem
fjárhagur sambandsins stæöi
enn á brauðfótum og ekki enn
séð hvert stefndi i þeim efn-
um. Þriggja manna nefnd var
sett i málið að tillögu Konráðs
Gislasonar.
Viöhald skipa og viögerö á
þeim hériendis var reifað næst
af Hallgrími Jónssyni. Hann
rakti samkeppniserfiðleika
islendinga á þessu sviði, en
taldi Ijóst að með réttum
skilningi allra og hjálp þess
opinbera þyrftu þau verk ekki
að vera dýrari hér heima en í
útlöndum. „Og eitt eru allir
sammála um, að viö íslend-
ingar stöndum ekki að baki
öðrum þjóðum, hvað vand-
virkni viö kemur", sagði hann.
Atvinnumálanefndin sló svo-
lítið úr og i, taldi jú ágætt ef
ríkið vildi fella niður tolla af
efni til viðgerða eöa gera
eitthvað annaö til hjálpar, en