Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 52
Árnaö heilla
52 VÍKINGUR
Kveöja til FFSÍ á 50ára afmæli.
Á hálfrar aldar afmæli Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands eru því sendar bestu
heilla- og árnaöaróskir frá Stýrimannaskólanum
í Reykjavík. Farmanna- og fiskimannasamband-
iö hefur frá stofnun ekkert látiö sér óviökomandi
sem snertir hag og heill íslenskra sjómanna. Hér
má nefna mál eins og Dvatarheimiti aldraöra sjó-
manna, stofnun sérstaks blaös til aö berjast fyrir
og ná fram málefnum sjómanna. Þetta varö aö
veruleika meö útgáfu Sjómannablaösins Víkings
í júni áriö 1939, en ella tiö síöan hefur Víkingur-
inn veriö vettvangur félagsmálaumræðu og
hverskonar hugöarefni íslenskra sjómanna.
Auövitaö hafa kaup og kjör sjómanna og fé-
laga í stéttarfélögum sambandsins veriö eitt
aöalverkefni FFSÍ en á síöum Víkingsins í júní á
fyrstu árum blaösins meöan sjómannaskólarnir
bjuggu viö þröngan húsakost geröi FFSÍ margar
og merkar ályktanir um skólamál sjómanna og
baröist fyrir því aö reistur yröi veglegur sjó-
mannaskóli, þar sem allar greinar sjómanns-
starfa á íslenskum skipum yröu til húsa, stýri-
mannaskóli, vélskóli, radjóskóli og matreiöslu-
skóli, eins og lesa má í Víkingnum á þessum
tíma. Þá eru geröar ályktanir sem enn eru í fullu
gildi, t.d. þess efnis, aö kennslubækur í Sjó-
mannaskóla íslands veröi allar á íslensku. Ég
get ekki látiö hjá líöa aö taka orörétt upp eina af
samþykktum FFSÍ frá þessu þingi sambandsins,
sem birtist í 5. tölublaði Vikingsins 10. árgangi í
maí áriö 1948. Þar segir í ályktun um skólamál til
Emils Jónssonar þáverandi siglingamálaráö-
herra: „Umhverfi Sjómannaskóla íslands og
stærö lóöarinnar sé nú þegar ákveöiö og skipu-
lagt. Austurhluti lóöarinnar veröi eigi skertur
meir en nú hefur veriö gjört, þar eö slíkt veröur
aö teljast til lýta. Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands lítur svo á, aö frekari dráttur á því
aö ganga endanlega frá þessari menningar-
stofnun íslensku sjómannastéttarinnar sé illþol-
andi og beinlínis til tjóns fyriralla aöila“. Þetta er
eitt af þeim málum sem 40 árum síðar veröur
enn aö berjast fyrir.
Því miöur taka borgaryfirvöld ekki tillit til fram-
tíöarþarfa Sjómannaskólans og er stööugt
gengiö á áöur gefna lóö til skólans, en reyndar
óþinglýsta.
Mikiö lífshagsmunamál allrar þjóöarinnar eins
og útfærsla landhelginnar var alltaf eitt af helstu
baráttumálum FFSI uns fullur sigur vannst meö
200 sjómílna landhelgi, en gæsla landhelginnar
er eitt af þeim málum sem er og veröur eilíft
sjálfstæöismál íslensku þjóðarinnar sem á allt
sitt undir siglingum og fiskveiöum.
Guðjón Ármann Eyjólfsson
skólastjóri Stýrimannaskólans
Merkar ályktanir og tillögur hafa einnig komiö
frá FFSÍ í sambandi viö hafnarmál, öryggismál
sjómanna og varöveislu fiskistofna.
Ég leyfi mér aö álíta aö stofnun Sjómanna-
blaösins Víkings og rekstur blaösins sé eitt mik-
ilvægasta framlag FFSÍ til sjómannastéttarinnar.
þar má lesa sögu Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands og íslenskra sjómanna bæöi frá
fyrri tímum og s.l. hálfa öld, frásagnir, sem end-
urspegla líf sjómanna, störf þeirra, gleöi og
sorgir, áhuga- og þaráttumál. Allt þetta getur aö
líta á síöum Víkingsins í máli og myndum.
Þaö væri mikil saga, hluti íslandssögunnar,
sem heföi fariö forgöröum, ef FFSÍ heföi ekki
haft þá fyrirhyggju aö ýta úr vör þlaöaútgáfu
sem fjallar fyrst og fremst um mál sjómanna á
öld, sem telst viöburða ríkasti tími í sögu þjóöar-
innar frá upphafi íslandsbyggöar.
Ég legg því til aö Farmanna- og fiskimanna-
sambandiö minnist 50 ára afmælisins meö því
aö láta gera skrá yfir allt efni Víkingsins þar sem
lesa má sögu sambandsins í 50 ár, og veröi efn-
isskrá tilbúin á hálfrar aldar afmæli blaösins sem
veröur eftir tvö ár. Víkingurinn, málgagn FFSÍ,
verðskuldar slíkt verk.
Farmanna- og fiskimannasambandi íslands er
óskaö heilla á merkum tímamótum. FFSÍ hefur
hér eftir sem hingaö til lykilhlutverki aö gegna í
málefnum íslenskra sjómanna. Stýrimannaskól-
inn í Reykjavík sendir Farmanna- og fiskimanna-
sambandi íslands og öllum sem eru í framvarða
sveit FFSÍ hlýjar kveöjur. Þakkaöur er mikil-
vægur stuöningur viö skólann á liönum ára-
tugum.