Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 5
Ndttúrufr. - 37. árgangur - 3.-4. hefti - 113 —244. siða - Reykjavik, júni 1968
Dr. HERMANN EINARSSON
9. des. 1913 - 25. des. 1966
Um áramótin 1966—1967 barst sú fregn til íslands, að dr. Her-
rnann Einarsson, fiskifræðingur, hefði látizt í bílslysi í borginni
Aden við Adenflóa. Þessi sorgartíðindi komu eins og reiðarslag
yfir vandamenn hans og vini, bæði á íslandi og erlendis. Með Her-
manni l’éll í valinn einn af inikilhæfustu vísindamönnum þessa
lands.
Hermann Einarsson fæddist í Reykjavík, sonur Einars Hermanns-
sonar, yfirprentara, og konu hans Helgu Helgadóttur. Hann varð
stúdent úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1934.
Hermann mun snemma hafa tekið þá ákvörðun að gera sjávar-
líffræði, og þá sérstaklega fiskifræði, að ævistarfi sínu. Haustið 1934
hóf hann nám í dýrafræði við Kaupmannahafnarháskóla og lauk
þar magisterprófi árið 1941. Næstu árin var hann búsettur í Kaup-
mannahöfn og vann að rannsóknum við Marinbiologisk Labora-
torium í Charlottenlund Slot. Hlaut hann styrk til rannsókna-
starfa sinna frá Rask-Örstedsjóðnum. Niðurstöðurnar urðu efni í
doktorsrit, sem hann varði við Kaupmannahafnarháskóla árið 1945.
Sama ár fluttist hann heim til íslands og hóf störf sem fiskifræðingur
við Eiskideild Atvinnudeildar Háskólans.
Fyrstu árin eftir heimkomuna var aðalverksvið lians sjó- og svif-
rannsóknir, en síðar svif- og síldarrannsóknir. Á árunum 1956—1958
dvaldist hann í Istanbúl í Tyrklandi sem ráðunautur tyrknesku
stjórnarinnar og vann þar að uppbyggingu haf- og fiskirannsókna
á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna
(F. A. O.). Meðal annars framkvæmdi hann merkar rannsóknir á
dreifingu og magni ansjósu í Svartahafi og hóf skipulagðar tog-
tilraunir í Marmarahafi. Hann fluttist aftur heim til íslands árið
1958 og starfaði áfram að rannsóknum sínum hér við land á hrygn-
ingarstöðvum og göngum síldar og magni og dreifingu fiskseiða.
Árið 1960 réðst lrann að nýju til Matvæla- og landbúnaðarstofnunar