Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 22
130
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Markarfljótsbrú hefði hlaupið komið í tveimur öldum eða haft tvö
hámörk með 15—20 mínútna millibili. En þessa urðu sjónarvottar
ekki varir. Kann það að stafa af ónógri athugun, en gelur einnig í
skyn, að stærðarmunurinn á hlaupgusunum hafi verið mjög mikill
og hinnar síðari lítið sem ekkert gætt.
Athugun á verksummerkjum
Sigurður á Barkarstöðum markaði það þegar af gerð íssins í
hrönninni, sem hlaupið bar fram, að Jretta var jökulhlaup. Og
þegar skyggni batnaði, sá hann enn fremur af legu hrannarinnar
inni á aurunum, að þetta jökulhlaup hlaut að hafa komið ofan
Steinsholtsá og þá væntanlega úr Steinsholtsjökli.
bessa skoðun sína tjáði Sigurður mér í símtali þriðjudagsmorgun-
inn 17. janúar. Ég var þá ókunnugur í Steinsholti, en á kortum af
því svæði var ekkert að sjá, sem benti til, að þar væri jökulhlaupa
að vænta.
Upp úr hádegi þenna sama dag var að frumkvæði Sigurðar
Þórarinssonar jarðfræðings og fyrir greiðvikni Agnars Kofoed-Han-
sen flugmálastjóra efnt til könnunarflugs úr Reykjavík austur yfir
Steinsholt. Auk Sigurðar og Agnars, sem lagði til flugvélina og l'laug
henni, réðust til fararinnar þeir Sigurður Jóhannsson vegamála-
stjóri og Helgi Hallgrímsson verkfræðingur, og ég komst einnig
með á síðustu stundu. Á austurleið var hugað að vegaspjöllum af
völdum flóðanna á Suðurlandsundirlendi og flogið yfir Surtsey á
heimleiðinni.
Yfir Markarfljótsaurum og Steinsholti var dágott skyggni, en
sólskinslaust. Þar voru öll flóð sjötnuð, en jörð hvít eftir él nóttina
áður. Þetta snjólag, sem raunar var föl eitt niðri á undirlendi, en
meira uppi í hlíðunum, gerði okkur erlitt fyrir að greina nýmyndan-
ir náttúruhamfaranna frá hinu gamla, ærið hrjúfa landslagi í Steins-
holti. Hvort tveggja var jafnt snivið, nýja brotsárið í Innstahaus
ekki síður en aðrir hamraveggir. Urðarbingir skáru sig lítt úr
móbergsfjöllum, og úr lofti að sjá varð naumast gerður greinar-
munur á jökum og stórgrýti. Enginn okkar í flugvélinni var nógu
kunnugur staðháttum í Steinsholti til að átta sig á Jreirri landslags-
breytingu, sem þar var orðin. Við gátum að vísu staðfest örugglega