Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 80
192 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
vaxið langlengst, en mun tiltölulega nýlega kominn á hina staðina.
I Grindavík vex þistillinn í stórum breiðum út við sjó og í nálægum
gömlum kartöflugörðum. Hann er mjög stingandi og að því leyti
ólíkur hinu blaðþyrnafáa afbrigði var. integrifolium, sem er algengt
í Reykjavík. Þistillinn í Grindavík átti, samkvæmt þjóðtrúnni, að
vera vaxinn upp af Tyrkjablóði, eða upp úr mold, þar sem blóð
bæði heiðinna og kristinna manna hafði runnið. Kannski er þist-
illinn þarna álíka gamall og þistillinn í Nollskleif við Eyjafjörð,
sem Eggert Ólafsson getur um. Þistillinn vex enn í Nolli, en er þar
fremur smávaxinn. Þistillinn hefur sennilega borist til Islands með
varningi snemma á öldum og berst alltaf öðru hverju. Hann sáir sér,
en breiðist samt mest út með rótarsprotum og getur orðið slæmt
illgresi.
í túnjaðri við höfnina í Keflavík sá ég nokkur eintök af akur-
gæsajurt Anthemis arvensis í blómi.
II.
Dúnhulstrastör Carex pilulifera fundin á nýjum stað.
Sumarið 1939 fundu norskir grasafræðingar dúnhulstrastör í
grennd við Keflavík á Reykjanesskaga. Árið 1951 sá Bergþór Jó-
hannsson, grasafræðingur, störina sunnan við Keflavíkurflugvölll og
gat um það í Náttúrufræðingnum. 7. sept. fann undirritaður dún-
hulstrastörina rétt vestan við Voga, allmörg eintök í lágri mólendis-
kinn. Vex hún sennilega víðar um Suðurnes.
III.
Augnfróaríegund Euphrasia með bláleitum blómum og
bæði kirtilhárum og venjulegum hárum, vex á öllum stöðunum, á
fremur snöggu þurrlendi. Sumar jurtirnar smáar og ógreindar, en
aðrar allstórar og greinóttar. Svipar bæði til E. frigida og E. brevi-
pila, en ekki að öllu leyti. Mun augnfrórnar þurfa endurskoðunar
við.
Akursjóður (Thlaspi arvense) og steinasmári (Melilolus
officinalis), fundust í Stykkishólmi haustið 1967 (Sigurður Svein-
björnsson), og sama sumar fann Elísabet Kristjánsdóttir stórnetlu
(Urtica dioeca) við gamla hvalveiðistöð Norðmanna að Eyri í Seyðis-
firði við Djúp. — Á Austfjörðum virðist t. d. geitakálið hafa borist