Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 185
a£ sæþörungum bæði til manneldis, beitar og eldiviðar, en eins megi
nota þá til vetrarfóðurs og sé sjálfsagt að hyggja að því í graslitlum
héruðum. Þá er og lýsing á algengustu þara- og þangtegundum og
greiningarlykill til að aðgreina þær eftir. 1907 skrifar liann fræðslu-
grein í Búnaðarritið um gróður íslands, þar sem m. a. er f jallað um
hvernig landið grói upp og einnig hvernig gróðri hafi verið eytt
hér á landi og brýn nauðsyn sé bráðra úrbóta. Sama ár birtir hann
einnig í Búnaðarriti grein um nauðsyn þess að koma upp grasgarði
í Reykjavík til rannsókna og kennslu. í Skírni kom árið 1906 ritgerð
eftir Helga um Gróðrarsögu hraunanna á íslandi. Þar er mjög
skemmtilega frá því sagt, hvernig hraunin gróa upp, breytast smám
saman úr grjóteyðimörk í kjarri vaxið land. í upphafi þeirrar rit-
gerðar segir Helgi: „Gróður er styttra og hagfelldara í máli en
gróðrarlag eða gróðrarfar, og er það orð haft hér í sömu merkingu og
vegetatio á útlendu máli. Sú þýðing þess er og alvanaleg í mæltu
máli. Er því með öllu óþarft að skýra frekar, hvað falið er í orðinu
gróður". Helga var það vel ljóst af skarpleika sínum og staðgóðri
undirstöðuþekkingu í sínu fagi, að það er grundvallarmismunur á
hugtökunum planta og vegetatio og þess vegna nauðsynlegt að
ákveðin orð séu notuð um hvort fyrir sig í íslenzku. Þetta virðist
þeim ekki vera ljóst, sem á seinni árum hafa komið af stað þeim
slæma ruglingi, sem erfitt virðist vera að uppræta, að nota íslenzka
orðið gróður í báðum þessum merkingum, sitt á hvað.
Frá árinu 1907 birti Helgi annað slagið í Skýrslu Hins íslenzka
náttúrufræðifélags fréttir um nýja fundarstaði sjaldgæfra tegunda,
sem hann hafði sjálfur fundið eða honum verið sendar. Aðalrann-
sóknir Helga fyrstu árin eftir heimkomuna beinast þó að sæþör-
ungagróðrinum við strendur landsins. Áður hafði hann skrilað um
rannsóknir sínar á sæþörungaflórunni, eins og getið var hér að
framan, en síðan farið að vinna að allstóru riti um gróðurinn. Hann
hefur þó aldrei liaft tíma til að gefa sig einvörðungu að samningu
ritsins þessi ár, því aðrar rannsóknir og ritstörf þeirra vegna, liin
300 blaðsíðna kennslubók og þá ekki sízt kennslan eftir að heim
kom, hafa áreiðanlega tekið mikið af tíma hans. í ágúst 1910 hefur
hann þó lokið ritgerðinni, sem hann nefnir ()m Algevegetationen
ved Islands Kyster, eða um þörungagróðurinn við strendur íslands.
Ritgerðina leggur hann l'ram við Hafnarháskóla til doktorsvarnar
og var hún strax tekin gild og gefin út 1. september sama ár. Síðar