Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
125
2. mynd. Sporður Steinsholtsjökuls árið 1951. Rjúpnafell í Skaratungum, þoku-
laust í baksýn. — Ljósm. Ingólfur ísólfsson.
Fig. 2. The snout of Steinsholtsjökull in 1951.
þynnast, en brún hans þó ekki hörfuð að neinu ráði, þaðan sem hún
komst fremst, sennilega nálægt síðustu aldamótum. En samkvæmt
jöklamælingum Veðurstofunnar í umsjá Jóns Eyþórssonar haiði
jökullinn hopað þaðan fulla 800 metra árið 1946. Síðan hefur hann
ýmist gengið fram eða hopað, og haustið 1966 lá frambrún hans
730 m að baki þeim mörkum, sem hún lá við 1930.
Miklu miður hefur verið fylgzt með breytingum Steinsholtsjökuls
og Steinsholtslóns. En í þær má þó nokkuð ráða af ruðningsgörðun-
um á Suðurhlíðabrún og af lýsingu staðkunnugra Eyfellinga, enn
fremur af kortinu eftir mælingum 1907, ljósmyndum (Ingólfs ísólfs-
sonar o. fl.) teknum 1928 og á ýmsum tímum síðar.
Ruðningsgarðarnir uppi á Suðurhlíðum vestur frá Rjúpnafelli
sýna, að hægri jaðar Steinsholtsjökuls hefur þar um skeið teygzt alveg
fram á hamrabrúnina upp af Krossáraurum, svo tæpt, að varla fer
hjá því, að stundum hafi hrunið úr jökulbrúninni niður á aura.
Ekki hef ég þó haft spurnir af, að þetta hafi gerzt, og mun það
liafa verið í'yrir síðustu aldamót. Á þessu blómaskeiði Steinsliolts-
jiikuls liefur þykkt hans numið a. m. k. 80 m þar sem nú er Steins-