Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
131
niðurstöðu Sigurðar á Barkarstöðum, að upptök hlaupsins voru í
Steinsholtsjökli. Enn fremur var ljóst, að þau voru nokkru ofar en
undan sporði hans, því að mikið umrót og jakahrannir voru á jökn 1-
tungunni. En ekki var að sjá, að nokkurs staðar hefði tæmzt lón
við jökuljaðar eða undir jökli né nokkur sigdæld myndazt á há-
jöklinum eins og átt hefur sér stað í Kötluhlaupinu 1955 og síðar
í Skaftárhlaupum (síðast í nóvember 1966). Er það skemmst frá að
segja, að við áttuðum okkur ekki á, liver var oisök hlaupsins, og varð
sú gáta enn forvitnilegri en áður.
Að undanskilinni þessari flugferð kom enginn maður á vettvang
til að skoða verksummerki við Steinsholtsjökul fyrr en sunnudaginn
22. janúar, réttri viku eftir hlaupið. En þenna dag komu þangað
nokkrir hópar ferðamanna í bílum, bæði úr nærsveitum í Rangár-
vallasýslu og alla leið úr Reykjavík. Fæsta þeirra kann ég að nafn-
greina, en þar á meðal voru vel staðkunnugir menn, svo sem
Jóhannes Kolbeinsson, á vegum Ferðafélags Islands, og Bergur
Sæmundsson frá Stóru-Mörk, nú á Hvolsvelli, ennfremur Ari T.
Guðmundsson menntaskólanemi í Reykjavík, sem síðar skrifaði
greinargóða lýsingu á náttúruhamförunum í blað menntaskólanema
(De rerum natura, apríl 1967). Þeir, sem komu að Steinsholtsjökli
þenna dag, kunnu fyrstir frá að segja, að þar hafði orðið feikilegt
berghrun úr Innstahaus niður á jökulinn. En flestir eða allir litu
svo á, að hrunið væri afleiðing hlaupsins, en ekki orsök, og var enn
allt á huldu um upptök hlaupsins.
Eftir hádegi þenna sunnudag lagði ég af stað austur í Steinsholt,
einn í jeppa mínum, kom um kvöldið að Stóru-Mörk og gisti hjá
Árna hreppstjóra Sæmundssyni og konu hans Lilju Ólafsdóttur.
Á því heimili naut ég hinnar beztu fyrirgreiðslu, bæði þá og síðar
í Steinsholtsferðum mínum. í Stóru-Mörk frétti ég fyrst af ferðum
þeirra, sem urðu á undan mér í Steinsholt. Árni bauðst þegar til að
fylgja mér þangað daginn eftir.
Mánudaginn 23. janúar héldum við inn í Steinsholt og vorum í
þeirri ferð myrkranna á milli. Leiðsögn Árna reyndist mér enn
nauðsynlegri en mig hafði órað fyrir. Vegna j>ess hve hann var
þarna kunnugur fyrir, |>ekkti hann þegar tilsýndar, hvað var nýtt
og hvað gamalt í landslaginu. En jjetta gat vafizt fyrir mér. Það
liggur t. d. ekki í augum uppi h'tt kunnugum manni, að hin hrika-
lega dreif af stórgrýti — steinum frá einum upp í áttatíu rúmmetra