Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 104
216 NATTURUFRÆÐINGURINN
suðvestur frá eyjarhorninu. Um 800 metra suður af honum er
Máfadrangur, er mun vera leif syðsta gígsins á sprungunni. Máfa-
drangur hefur þá sérstöðu, að í honum eru basaltlög, svo að senni-
lega hefur einhvert hraunrennsli verið úr þeim gíg. Um 750 m
austar er Lundadrangur, en hann er gígleif, þótt hann sé ekki á
sjálfri sprungunni eins og fyrr getur. Með athugunum á legu berg-
laga í Dyrhólaey og dröngunum má einmitt fá góða mynd af upp-
runalegri stærð eyjarinnar, en allt var þetta samhangandi í eina tíð.
Út frá þessu sést greinilega, hversu geysimikið sjórinn hefur rofið
af hinni upphaflegu eyju.
Ekki hafa eyðingaröflin látið sitja við það eitt, sem öldur hafsins
hai'a fengið áorkað, því að á síðasta jökulskeiði ísaldar hefur megin-
jökullinn lagt hramm sinn suður yfir eyna og tekið Jiana ómjúkum
tökum. Hraunið hefur hann sorfið og skafið þar til allt venjulegt
svipmót hrauns var af því horfið. í staðinn fyrir gárað og útfhirað
hraun, blasa nú við ávalar, jökulrispaðar klappir, þar sem til sést
fyrir jarðvegi og foksandi. Þá liefur hann sennilega skafið allmikið
ofan af móbergshæðunum á Háeynni sitt hvoru megin við hraunrás-
ina og lækkað eyna allverulega. Ekki hefur jökullinn skilið svo við,
að eyjan hafi ekki í dag upp á að bjóða flest sem á skrið hans minnir,
því að austur af vitanum er dæmigerður ísaldarmelur, þótt ekki sé
hann víðáttumikill. Síðasta verk jökulsins hefur verið að setja af sér
jökulurð norðan undir Lágeynni vestanverðri. Þegar sú urð hlóðst
upp, hafa jökulfljót ísaldarlokanna verið búin að fylla upp f jörðinn
norður af eynni og tengja hana íastalandinu. Þótt þessi litla jökulurð
láti ekki mikið yfir sér, er hún þó allnokkuð umhugsunarefni. Hún
er mynduð v'ir stórum basalthnullungum, sem margir hverjir bera
sama svipmót og hnullungar í jökulöldunum í Dalaheiði og á
Brekknaholtum, t. d. eru í henni nokkrir stórir steinar úr all gjall-
kenndu rauðleitu basalti með igreyptum ljósum hnyðlingum (xeno-
lítum), en þeir eru algengir í umgetnum jökulöldum. Vart er hægt
að skýra myndun þessarar jökulurðar á annan hátt en þann, að jök-
ull í framrás hafi myndað hana, þótt framrás hans liefði ekki orðið
svo mikil, að hann næði að ýta urðinni upp á eyna. Freistandi er að
setja þessa jökulurð og urðina við Reynisfjallsendann að norðan í
samband við þá framrás jökulsins í ísaldarlokin, sem í útsveitum
hefur verið nefnt Búðaskeið.
Vart er hægt að skilja svo við sögu Dyrhólaeyjar, að ekki sé getið