Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 71
NATTÚRUFRÆÐINGURINN 183
við að rífa mosa undir pottinn eftir að hafa fyrst höggvið og brennt
hverri hríslu, og síðan eytt lyngi og víði á sama hátt. 1905 kom líka
út hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi lítil bók, Ættgengi og kyn-
bætur, eftir danska erfðafræðinginn F. Kölpin Ravn og þýdd á ís-
lenzku af Helga Jónssyni. Erfðafræði var þá mjög ung fræðigrein
Og hafði ekkert verið um hana skrifað á íslenzku. Bókinni fylgdi því
þriggja blaðsíðna skrá yfir nýyrði, sem Helgi hefur h'klega gert flest
sjálfur, og hafa mörg þeirra náð að festast í málinu, svo sem stökk-
breyting og litni.
Sama árið og Helgi flytur heim til íslands, árið 1906, kemur út í
Kaupmannahöfn á vegum Hins íslenzka l)ókmenntafélags fyrri hluti
bókar eftir hann, sem nefnist Bygging og líf plantna, grasafræði, og
var hér um að ræða kennslubók fyrir almenning. I formála bókar-
innar segir höfundur m. a.: „Bókin er ekki sniðin eftir þörfumneinna
skóla, en jeg ætlast til að hún sje fræðslulind fyrir þá, sem langar
til að fræðast um líf plantnanna, enda er hún þannig rituð, að hver
skynsamur maður á að geta lesið hana sjer til gagns. Bókin ætti og
að vera kærkomin öllum, sem fást við að kenna grasafræði hjer á
landi." Síðari hluti bókarinnar kom svo út árið eftir. Allur fyrri
hluti bókarinnar hlýtur að vera skrifaður i Höfn og sennilega eitt-
hvað af seinni liluta hennar líka, þó formálinn sé dagsettur í Reykja-
vík í júnímánuði 1907. Mestur hluti bókarinnar er því ávöxtur
hinna frjóu Hafnarára Helga, ef hún er það þá ekki öll. Bygging og
líf plantna er stór bók, eða sléttar 300 síður. Til samanburðar má
geta þess, að Plönturnar eftir Stefán Stefánsson, sem komu út 1913,
eru 165 síður og af þeim f jalla 50 síður um skyldleika og niðurskipun
plantnanna, eða systematik, en Helgi sleppir henni alveg í sinni
bók og fjallar þar eingöngu um byggirtgu og h'l' plantnanna, eins og
nafn liennar ber með sér, eða almenna snasalræði öðru nalni. Bók
Helga er því miklu nákvæmari og einstökum atriðum gerð betri skil,
þó framsetningin sé kannske sums staðar stirðari en hjá Stefáni /
Plöntunum. En Helgi er greinilega að skrifa fyrir fullorðið og
þroskað fólk, grasafræði hans gæti verið háskólakennslubók fyrir
byrjendur, en Plönturnar eru skrifaðar lyrir unglinga. Helgi byggir
sína bók meir á lífeðlisfræðilegum og ökólógískum grunni, og kem-
ur jafnvel inn á erfðaíræði, en þær greinar grasafræðinnar voru þá
ixngar að árum og lítt kunnar hér, en Helgi hafði góða undirstöðu-
menntun í sínu fagi og var því vel heima í öllum nýjungum. Það