Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 96
208 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
víða merki, að oft leikur um hana úrsvalur næðingur, enda er það
svipað og í heiðarf jöllum Mýrdalsins, eftir að komið er upp fyrir
400 m hæð.
Allmikið og fjölbreytt fuglalíf er á Dyrhólaey og í kringum hana.
Mestan svip á fuglalífið setja sjófuglar, sem hreiðra sig þúsundum
saman í bjargveggjunum og dröngunum suður af eynni.
Gosmyndanir i Dyrhólaey
Oft hafði ég komið á Dyrhólaey og svo að segja dagiega haft hana
fyrir augum. En það var þó fyrst sumurin 1964 og 1965, að ég hóf
fyrir alvöru að rannsaka bergtegundir og berglagaskipan eyjunnar
í því augnamiði að leysa þá gátu, hvernig hún hefði upphaliega
orðið til. Niðurstaðan af þeim rannsóknum mínum er sú, að ég hef
sannfærzt um, að í aðaldráttum hefur myndun hennar orðið sem
næst á þessa leið:
Dag nokkurn á síðasta eða næstsíðasta hlýskeiði hinnar kvarteru
ísaldar, tók að ólga í hafinu, þar sem suðausturhorn Dyrhólaeyjar
er nú, og gufumekkir, er brátt breyttust í svarta öskustróka, stigu
upp af haffletinum. Neðansjávarsprungugos var hafið á a. m. k.
600 m langri sprungu, sem stefnir sem næst réttvísandi N-S. Þess
skal strax getið, að sú stefna er ríkjandi sprungustefna sunnan
Mýrdalsjökuls, a. m. k. frá Skógaheiði að Mýrdalssandi, samanber
Víkursprunguna, Gæsatinda, og Skógafjall.
Sennilegt er, eftir þeim ummerkjum, sem eru sýnileg, að fljótlega
hafi gosið færzt á þrjú eða fjögur gosop á sprungunni. Trúlega
hefur ekki liðið á löngu þar til eyja skaut upp kollinum, en enginn
getur nú um það sagt. hversu stór hún varð né hver hæð hennar
hefur verið. Helzt er að s]á, að gos þetta hafi aldrei náð að verða
flæðigos og eyjan því aðeins hlaðizt upp úr lausum gosefnum.
Hennar biðu nær hin sömu örlög og ýmissa systra hennar síðar,
eins og Nýeyjar 1783 og Syrtlings 1965. Svo varð þó ekki, því að
sterklegir gígtappar úr frekar smákornuðu grágrýti höfðu myndazt
í gígunum, svo að átök haföldunnar hafa ekki enn megnað að afmá
þessi elztu gögn um sköpun Dyrhólaeyjar. Þessir gígtappar eru
Skerin, Stampurinn og Skorpunefið. Skorpunefið er eini tappinn,
sem eftir heldur nokkru af túffkápu sinni. Á hlið þeirri er til norðurs
snýr, er lítil fylla eftir af túffi, en það er einmitt góð sönriun fyrir