Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 45
NATTURUFRÆÐINGURINN
157
hlaupurðina, en efri hlutinn, með kubbaberginu, lá eftir sem hrun-
urð við fjallsræturnar.
6. Krossá og Markarfljót
Niður frá Fagraskógi og Hoftorfu verður stórgrýtið í hlaupdreif-
inni bæði smærra og strjálla. Þó má finna steina allt að metra í þver-
mál alla leið út undir Þórólfsfell að minnsta kosti. Árni Sæmunds-
son hefur frætt mig um það, að þar var ekkert slíkt stórgrýti fyrir
hlaupið.
Þessi lengsti kafli hlaupfarsins — um 35 km, frá mynni Steinsholts-
ár í Krossá til sjávar — bar aðeins merki eftir vatnsflóð, með grjót-
ruðningi alJra efst og jakaburði lengra niður eftir, svo sem áður
helur verið lýst nægilega.
93 103
/s.M/f. 'tr
'i i ' i i i i
113 123 133 143 153 mm.fra upphofi hlaupsins
18. mynd. Línurit af rennsli Steinsholtshlaupsins undir Markarfljótsbrú.
1) Hlaup hefst og 2) hlaupi lýkur skv. lýsingu sjónarvotta; 3) útreiknaður flóð-
toppur. — Sigurjón Rist, Vatnamælingar Orkustolnunar.
Fig. 18. Discharge graph of the flood in Markarfljút at Markarfljótsbrú. 1) be-
ginning and 2) end of the flood according to eyewitnesses; 3) the crest of 1,/ie
flood wave calculated according to the Manning formula. — S. Rist, Hydrological
Survey, National Energy Authorily, Reykjavik.
En á þessum kafla, nálægt miðju, er Markarfljótsbrú, og þar hagar
tiltölulega vel til þess konar mælinga og annarra athugana, sem að
gagni koma til aðreikna út stærð hlaupsins. Það nauðsynjaverk vann