Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 149 þess vegna orðið aflfátt að bera brotin lengra fram. Utar í dalnum liggur nú strjál dreif af stórbjörgum, sem hlaupið hefur lagt þar af sér. Þar sem nú er hólaþyrpingin í Steinsholtsdal voru áður aurar Steinsholtsár, en einnig slitrur af ruðningsgörðum eftir fyrri fram- sókn skriðjökulsins (2. mynd). Þau ummerki — sem Árni í Stóru- Mörk kallaði „jökulýtur" — eru nú með öllu horfin. Á þeim kafla hlaupfarvegarins, sem þegar hefur verið rakinn, lielur aðeins verið getið verksummerkja niðri á botni hans. En þau ná einnig hátt upp í brekkur. Skulum við nú um sinn huga að mörk- um þeirra þar og snúa aftur að upptökum hlaupsins, áður en við höldum áfram að rekja farveg þess niður á við. Svæði það, sem hlaupið hefur farið yfir á leið sinni endilangri, mun hér framvegis kallað hlaupfarið og jaðrar þess hlaupmörk. Vegna þess að hlaupfarið er krókótt og kaflar þess stefna í allar áttir, hentar oft betur að kalla hliðar þess hœgri og vinstri heldur en kenna þær við áttir. En víðast er þá hægri jaðarinn að norðan og liinn vinstri að sunnan. Með hægra jaðri hlaupfarsins eru hlaupmörkin hárglögg um 2 km veg frá upptökum allt vestur fyrir Rjúpnafell. Fyrst eftir hlaup- ið iá óslitin jakahrönn á þessum mörkum (e á 4. mynd). Hún hófst þegar uppi á brún brotstallsins í jöklinum sunnan við hrunurðina. Þangað kom ég ekki fyrr en 1. júlí. Þá var bráðnuð nær öll hrönn í hlaupfarinu fyrir neðan jökulsporð, nema sú sem var hulin aur, og lítið eftir af henni á jöklinum nema þarna allra efst (400—500 m y. s.) og hafði þó einnig þar látið mjög á sjá. Hrönnin uppi á brotstall- inum fer vaxandi til austurs um leið og stallurinn lækkar, og við enda hans, á miðjum jöklinum, rennur saman hrönnin ofan stalls og neðan í eina órofa hrannarbreiðu, sem nær fast upp að rótum Skara- tungnahauss. Þarna lágu eftir stærstir jakar í öllu hlaupfarinu, enda skemmst að komnir. Samt var yfirborð hrannarinnar furðu jafnt og greitt um að ganga, því að öll bil milli stórjakanna voru fyllt smærri jökum og þeirra bil aftur fyllt smámuldu íshröngli, en allt þetta óbifanlega frosið saman. Þessi hrönn var grjótlaus að kalla og því nær hrein. Frá þeirri hrannarbreiðu, sem nú var lýst, teygðist fyrst eftir hlaupið óslitin rák jakahrannar utan í hlíð Skaratungna og Rjúpna- fells, og sást hún greinilega langt að (13. mynd). Ekki var um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.