Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
149
þess vegna orðið af lfátt að bera brotin lengra fram. Utar í dalnum
liggur nú strjál dreif af stórbjörgum, sem hlaupið hefur lagt þar
af sér.
Þar sem nú er hólaþyrpingin í Steinsholtsdal voru áður aurar
Steinsholtsár, en einnig slitrur af ruðningsgörðum el'tir fyrri fram-
sókn skriðjökulsins (2. mynd). Þau ummerki — sem Árni í Stóru-
Mörk kallaði „jökulýtur“ — eru nú með öllu horfin.
Á þeim kafla hlaupfarvegarins, sem þegar hefur verið rakinn,
liefur aðeins verið getið verksummerkja niðri á hotni hans. En þau
ná einnig hátt upp í brekkur. Skulum við nú um sinn huga að mörk-
um þeirra þar og snúa aftur að upptökum hlaupsins, áður en við
höldum áfram að rekja farveg þess niður á við.
Svæði það, sem lilaupið hefur farið yfir á leið sinni endilangri,
mun hér framvegis kallað hlaupfarið og jaðrar þess hlaupmörk.
Vegna þess að hlaupfarið er krókótt og kaflar þess stefna í allar áttir,
hentar oft betur að kalla hliðar þess hœgri og vinstri heldur en kenna
þær við áttir. En víðast er þá hægri jaðarinn að norðan og hinn
vinstri að sunnan.
Með hægra jaðri hlaupfarsins eru hlaupmörkin hárglögg um 2
knr veg frá upptökum allt vestur fyrir Rjúpnafell. Fyrst eftir hlaup-
ið lá óslitin jakahrönn á þessum mörkum (e á 4. mynd). Hún lrólst
þegar uppi á hrún brotstallsins í jöklinunr sunnan við hrunurðina.
Þangað konr ég ekki fyrr en 1. júlí. Þá var hráðnuð nær öll hrönn í
hlaupfarinu fyrir neðan jökulsporð, nema sú sem var hulin aur, og
lítið eftir af henni á jöklinum nema þarna allra efst (400—500 nr y.
s.) og halði þó einnig þar látið mjög á sjá. Hrönnin uppi á brotstall-
inum fer vaxandi til austurs um leið og stallurinn lækkar, og við
enda hans, á miðjunr jöklinunr, reirnur saman lrrönnin ofan stalls og
neðan í eina órofa hrannarhreiðu, sem nær fast upp að rótum Skara-
tungnahauss. Þarna lágu eftir stærstir jakar í öllu hlaupfarinu,
enda skenmrst að komnir. Sanrt var yfirhorð hrannarinnar furðu
jafnt og greitt um að ganga, því að öll hil milli stórjakanna voru
lyllt smærri jökum og þeirra hil aftur fyllt smámuldu íshröngli, en
allt þetta óhifanlega frosið saman. Þessi lrrönn var grjótlaus að kalla
og því nær hrein.
Frá þeirri hrannarbreiðu, sem nú var lýst, teygðist fyrst eftir
hlaupið óslitin rák jakahrannar utan í hlíð Skaratungna og Rjúpna-
fells, og sást hún greinilega langt að (13. mynd). Ekki var um að