Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 53
NÁTTURUFRÆÐINGURINN 165
hlaupurð nær þvert yfir jökulinn og teygist í totum nokkuð niður
eftir honum, lengst um 5 km frá hrunstálinu. Annar skriðujaðarinn
hljóp þvert yfir múla nokkurn, sem skagar út í jökulinn, og varð til
þess að renna Í40 m hátt upp á móti halia. Sú brekka og hákambur
múlans eru þakin urð, hkt og jökuhinn, en forbrekkis á múlanum
eru nær engin merki eftir hlaupið, og því líkast, sem það hafi farið
þar í loftköstum og naumast snert jörðina.
Urðarbreiðan á Sherman-jökli er um margt mjög svipuð þeirri
á Steinsholtsjökli. Shreve tehir allar líkur til, að samþjappað loft
hafi átt mikinn þátt í að dreifa henni yfir jökulinn. Virðist einsætt,
að þessu sé hkt farið á Steinsholtsjökli. — En við nánari samanburð
á Steinsholtshlaupinu og Sherman-hlaupinu ber margt á milli:
Brotsárið í Shattered Peak er allt hátt uppi yfir jökiinum, svo
að aðeins berg hljóp þar fram, en enginn jökull. Brotsárið í Innsta-
haus nær á kafla meira en 30 m niður undir yfirborð jökulsins, svo
að bergfyllan, sem þar hljóp fram, hratt með sér stórri spildu af ís.
— Það sem hrundi úr Shattered Peak, varð allt að jafnri urðar-
breiðu á jökiinum. En mestur hluti bergfyllunnar úr Innstahaus
liggur eftir í háum bing við rætur hans, minni hluti hljóp áfram og
varð að urðarbreiðu og grjótdreif. — I urðarbreiðunni (hlaupurð-
inni) á Sherman-jökli var enginn ís, en sú sem liggur á Steinsholts-
jökli, var fyrst eftir hlaupið hér um bil að helmingi úr jökum og
íshröngli.
Á Sherman-jökli er lilaupurðin glöggt afmörkuð bæði til hlið-
anna og niður á við. Út fyrir þau takmörk fór ekkert hlaup af neinu
tagi. Jökulsporðurinn var hreinn og óskaddaður eftir hlaupið, og
ekki getur Shreve þess í lýsingu sinni, að vöxtur — hvað þá meira —
hafi komið í ána, sem þar á sér upptök. — Farið eftir Steinsholts-
hlaupíð hafði að vísu allglögg takmörk til beggja hliða, en engin
niður á við fyrr en í sjó, 41 km frá upptökum. Gusthlaupið ofan
Steinsholtsjökul og út Steinsholtsdal var aðeins einn af þremur
ólíkum köflum þessa hlaups. Það hófst sem bergskriða og varð að
vatnsflóði.
3. Uppruni vatnsins í Markarfljótshláupinu
Það sem gerði Steinsholtshlaupið svo langdrægt (í samanburði við
Sherman-hlaupið) var eflaust fyrst og fremst innihald þess af vatni
(Sherman-hlaupið var þurrt, aðeins grjót og loft). Þetta vatn kom