Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 5
NATTÚRUFRÆÐINGURINN 117
hann jafnan mikið að sér kveða, enda haí'ði hann ávallt eitthvað
athyglisvert fram að færa, og eftir orðum hans var tekið. í kunn-
ingjahópi var liann hrókur alls fagnaðar og mikill aufúsugestur
vina sinna. Hann gat verið með afbrigðum skemmtilegur og hlátur
hans var smitandi. Þegar hann var að skemmta sér og öðrum, gekk
hann upp í því eins og öllu, sem hann gerði. Hann hafði yndi af
tónlist og fögrum listum og var vísnasöngvari góður. Hann var
mikill náttúruunnandi.
Hermann var lítill „diplomat" og óhræddur að segja álit sitt,
hver sem hlut átti að máli. Gagnvart yfirborðsmennsku, sérhlífni
og slappleika í vinnubrögðum hafði hann litla þolinmæði. En hann
var traustur vinur vina sinna, og til fárra var betra að leita en Her-
manns í faglegum efnum. Hann var alltaf reiðubúinn að miðla
öðrum al' þekkingu sinni og reynslu.
Hermann var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Ivy Dilling frá
Kaupmannahöfn. Þau giftust 2. okt. 1941 og áttu einn son, Einar
Axel, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Þau slitu samvistum. Hinn
20. janúar 1951 kvæntist hann Huldu Margréti Jónasdóttur. HvUda
lézt 4. maí 1952. Eltirlifandi konu sinni, Öldu Halldórsdóttur Snæ-
ólm kvæntist hann 6. sept. 1953.
Andlát Hermanns Einarssonar var mikið ál'all fyrir íslenzkar haf-
rannsóknir. Á engan er hallað, þótt sagt sé, að sem vísindamaður
hafi hann borið höfuð og herðar yfir samstarfsmenn sína. Haf-
rannsóknastofnunin, starfsmenn hennar og íslenzkur sjávarútveg-
ur eiga honum mikið að þakka. Ekki aðeins fyrir merkt brautryðj-
endastarf hans, þau afrek, sem hann vann á vísindasviðinu og þann
l'róðleik, sem hann miðlaði, heldur einnig og ekki hvað sízt fyrir
þann eldmóð og þá bjartsýni, sem honum var svo eiginleg og hreif
aðra með sér. Hans mun minnzt meðan hafrannsóknir verða stund-
aðar við ísland.
Unnsteinn Stefánsson.
RITSKRÁ DR. HERMANNS EINARSSONAR
1940: Bjarni Sæmundsson, 15. Apr. 1867—(i. Nov. 1940. — Naturh. Tidende,
Vol. 4, no. 8.
1941: Survey of the Benthonic Animal Communities of Faxa Bay (Iceland). —
Medd. Kpmm. for Havunders. Ðanm. Vol, XI, No. 1, pp. 1—44.