Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 94
206 NÁTTÚRUFRÆÖINGURINN
Einar H. Einarsson:
Myndun Dyrhólaeyjar
Dyrhólaey er einstæður berghöfði í sjó fram svo að segja fyrir
miðju Suðurlandi, en þar og við Reynisfjall, sem er nokkrum km
austar, eru nú einu staðirnir á suðurströndinni frá Ingólfshöfða að
Herdísarvík, þar sem aldan brotnar við sjávarhamra. Allt frá því
að framburður jökulfljóta í ísaldarlok tengdi eyna við fastaland
Mýrdalsins, var eyjan syðsti tangi Islands, þar til Kötluhlaupið,
sem hófst 12. okt. 1918, tók þann sess af henni með því að færa
H jörleifshöfðaf jöru nokkru sunnar með tanga þeim, er hlaut nafnið
„Kötlutangi," en hann er í daglegu tali Mýrdælinga oftast nefndur
Höfðatangi. Nú munu öldur Atlantshafsins hafa nærri eða alveg
veitt eynni aftur sinn virðingarsess með því að skafa jafnt og þétt
sunnan af tanganum, enda efni hans lítt traust, þar sem aðeins er
um möl og vikursand að ræða.
Dyrhólaey er í daglegu tali skipt í tvennt; Háey vestan til en
Lágey austan til, og mun ég til hægðarauka nota þau nöfn við
lýsingu hennar í grein þessari.
Dyrhólaey er hömrum girt á alla vegu nema á nokkurra tuga
metra kafla, þar sem nú liggur bílvegur upp á Lágeyna að norðan.
Norðan að eynni liggja leirur Dyrhólaóss, ef útfall hans er ekki lok-
að, en sé svo, þá ósinn sjálfur, en þá er ekki bílfært á eyna.
Vestan að eynni liggja Dyrhólahverfisf jörur og er það eini kaflinn,
sem ávallt tengir hana fastalandinu. Skammt frá eynni rís basalt-
drangur, Hildardrangur, upp úr fjörusandinum. Að suðurhlið eyj-
unnar bylta öldur Atlantshafsins sér að bjargveggjunum nema á
kafla sunnan undir Lágeynni, en þar er mjó íjöruræma, Kirkju-
fjara, sem þó gengur yfir í hafbrimi. Suður með Lágeynni að austan
rennur útfall Dyrhólaóss og skilur hana að jafnaði frá Reynisfjörum.
Þó bregður út af því, ef ríkt heí'ur austanátt nokkurn tíma, enda
hleðst þá sandrif í útl'allið og lokar því. Liggja þá sandfjörur að