Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 70

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 70
182 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN örugglega að yxu við strendur landsins, en hann hafði áður grand- skoðað öll þau söfn íslenzkra sæþörunga, sem honum voru tiltæk, auk þess sem hann byggði á eigin rannsóknum, endurskoðaði nafn- giftir og athugaði vaxtarstaði hverrar einstakrar tegundar og út- breiðslu hér við land. Þar var getið fjölmargra tegunda, sem ekki höfðu fundizt hér fyrr en Helgi hóf rannsóknir sínar, m. a. fjögurra tegunda, sem voru nýjar fyrir vísindin, auk margra afbrigða. Þessar ritgerðir skrifaði Helgi á ensku og er því fyrsti íslenzki grasafræðing- urinn, sem birtir ritgerðir sínar á alþjóðlegu máli. í heild bera ritgerðirnar vitni um sérstaka vandvirkni og samvizkusemi, enda vöktu þær töluverða athygli, svo segja má að eftir birtingu þeirra hafi sæþörungaflóra íslands verið betur rannsökuð en flestra annara landa og höfundur þeirra verið orðinn þekktur vísindamaður á sínu sviði. Það er þess vegna ekki nema eðlilegt, að honum sé nú falið að fara yfir og vinna úr þeim þörungagögnum, sem safnað hafði verið í leiðangri nokkrum til Austur-Grænlands árin 1898—99. Nið- urstöður þeirra rannsókna birti Helgi í Meddelelser om Grönland árið 1904, en þar gerir hann jafnframt grein fyrir vandlegri endur- skoðun sinni á nokkrum sæþörungaættkvíslum á öllu Grænlandi. Árið eftir skrifar hann, ásamt danska sæþörungafræðingnum F. Börgesen, yfirlitsgrein þar sem gerður er nákvæmur samanburður á sæþörungalífi allmargra staða í norðanverðu Atlantshafi og íshaf- inu norðurundan, og birtist sú ritgerð í safnritinu Botany of the Faroes. Á Hafnarárunum skrifaði Helgi nokkrar fræðslugreinar um grasa- fræðileg efni í íslenzk tímarit, t. d. í Fimreiðina og Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags. Merkastar þeirra eru tvímælalaust grein um Jarðeplasýkina í Eimreiðinni 1896, grein Um skóga og áhrif þeirra á lol'tslagið í Tímariti Hins ísl. bókmenntafélags 1898 og greinin Vetrarbúningur plantnanna í sama riti 1899. I síðasttöldu ritgerðinni er íslenzka orðið fruma notað á prenti í fyrsta sinn svo mér sé kunnugt og er Helgi sennilega höfundur þess. Þá skrilaði Helgi grein um mosaþembur í Isafold 1895, þar sem hann leitast við að gera almenningi ljóst að mosaþembur, sérstaklega á láglendi, hafi mikilvæga þýðingu í gróðurmyndun landsins því þær grói smám saman upp og verði að beitarlandi og jafnvel slægju. Því megi alls ekki rífa mosann upp og nota hann til eldiviðar, eins og sums staðar þar sem menn nenni ekki að afla eldiviðar, en séu teknir til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.