Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 78
190 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
En það drógst að hann fengi svar. Helgi mun þá hafa verið orðinn
einmana og lífsleiður ef'tir ýmiskonar mótlæti og vonbrigði lífsins.
Konu sína hafði hann misst árið 1919 eftir 13 ára sambúð, en þau
voru barnlaus. Tengdamóður sína, sem bjó hjá honum eins og
móðir hans væri, hafði hann misst síðar og heilsa hans sjálí's var
ekki upp á það bezta.
Föstudaginn í marzlok árið 1925 hafði Helgi verið við vinnu að
venju, en morguninn eftir, þ. 28. marz, veiktist hann hastarlega ai:
botnlangabólgu og á sunnudagsmorguninn var hann fluttur á sjúkra-
hús og skorinn upp. En það var of seint, því lífhimnubólga var
þegar hlaupin í allt saman. Hann dó fimmtudaginn 2. apríl, níu
dögum fyrir 58. afmælisdag sinn. ísland hafði misst einn sinn
bezta vísindamann.
Það er mikil gæfa hverri þjóð að eignast slíka vísindamenn, en það
er að þekkja ekki sinn vitjunartíma að búa þeim ekki viðunandi
starísskilyrði og nýta ekki hina dýrmætu starfskrafta þeirra. Tveim-
ur dögum fyrir andlát Helga felldi Alþingi vunsókn hans um
styrk til að gefa út minningarrit um Eggert Ólafsson. Það voru
lians síðustu vonbrigði.
Ingólfur Davíðssoh:
Gróðurrannsóknir 1967
Athugunarstaðir: Keflavík, Njarðvíkur, Vogar, Sandgerði, Hafnir
og Grindavík. Skoðað um mánaðamótin ágúst—september og aða]-
lega leitað að gömlum og nýjum slæðingum.
I.
Húsapuntur er afar útbreiddur á öllum stöðunum. Bygg og
hafrar sáust á öllum stöðunum, á strjálingi í matjurtagörðum og
við hænsnahús. Hveiti í Keflavík og Ytri-Njarðvík (sem mega nú
heita vaxnar saman).