Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 26
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN I fjárleitum Eyfellinga á haustin ganga jafnan tveir menn á Innsta- haus og finna þar stundum fé. Að undanförnu hefur Ragnar Guð- jónsson í Kvíhólma farið í þessa göngu, og haustið 1966 var Heloi Friðþjófsson í Sel jalandsseli með honum. Náði ég tali af þeim báð- um s. 1. sumar. Ragnar hefur komið hæst upp á Innstahaus oftar en hann kann tölu á. Fyrir eitthvað sjö eða átta árum tók hann þar eftir sprungu í jörðu. Hún lá samsíða austurbrún fjallsins og á að gizka 30 m frá henni. Ragnar telur sprunguna hafa farið greinilega víkk- andi ár frá ári, en þó litlu eða engu víðari haustið 1966 en 65. Var þá orðið óárennilegt að stökkva yfir hana. Þessa sprungu má greina sem örmjóa rák á flugmynd Landmælinganna frá 1960. Samkvæmt myndinni var hún um 100 m löng, og lega hennar og stefna kemur vel heim við lýsingu þeirra Ragnars og Helga. Þegar ég kom upp á Innstahaus, 30. júní 1967, gat þar enn að líta norðurhluta þessarar sprungu, á að gizka helming liennar, en sunnar hafði öll spildan austan sprungunnar hrunið niður. Þessi sprunou- endi afmarkar allt að 20 m breiða spildu, sem skagar nú fram í brún hrunstálsins. Vissulega má búast við, að einnig sú spilda hrynii áður en mörg ár líða. En þó að hún fari öll í einu lagi, verður það hrun smávægilegt hjá því, sem þarna varð 15. janúar. Laus melur er í sprungubörmunum fáeina metra niður, en berg þar undir. Niðri í berginu sýndist mér breidd sprungunnar 20—30 cm, en hrunið hefur úr melbökkunum, svo að efst verður breiddin 1—2 m. Sams konar melur, grýttur á yfirborði, en mest leir þegar neðar kemur, er víðar uppi á Innstahausi og myndar sums staðar meira en 5 m þykkt las efst í nýja hrunstálinu. Hann er bersýnilega jökulruðningur að upp^ runa og ekki yngri en frá ísöld, því að síðan hefur jökull aldrei gengið yfir Innstahaus. 2. Hrunurðin Hrunurðin (b á 4. mynd) undir brotsárinu í Innstahaus þekur 28 lia svæði. Ætla má, að talsverður meirihluti hennar, vesturhlut- inn, hvíli á bergi, en austurjaðarinn liggur á jökli. Urðin er eitt samfellt grjóthrúgald með bröttum brúnum út af til allra hliða og ærið mishæðótt með bröttum kömbum og strýtum. Hún greinis't heldur óglöggt í þrjár meginöldur, sem liggja þvert við hrunstefn- unni, og er sú í miðið langstærst, en liver aída er aftur samsett lir óreglulegum haugum úr eggjagrjóti og stórbjörgum upp í marga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.