Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 133
við Steinsholtsá. Aðstoðarmaður hans var Lárus heitinn Guðmunds-
son flugmaður, og var ég einnig með þeim til leiðbeiningar. Við
þær mælingar og útreikning Sigurjóns eftir þeim, styðjast þær áætl-
anir, sem hér verða fram settar um stærð hlaupsins.
Ágúst Böðvarsson, forstöðumaður Landmælinga Islands, Ijós-
myndaði Steinsholtsjökul og nágrenni hans úr lofti hinn 27. septem-
ber 1967. Eftir þeim ljósmyndum og öðrum eidri, frá 1960, hefur
Ágúst enn fremur gert kortin (5. og 6. mynd), en eftir þeim kortum
er áætluð stærð hinnar hrundu bergfyllu úr Innstahaus.
Tímasetning atburða
Aðeins á tveimur stöðum, undir Þórólfsfelli og við Markarlljóts-
brú, var hlaupið tímasett af sjónarvottum, og á hvorugum staðnum
nákvæmlega. En sjálft upphaf þess, hrunið úr Innstahaus, sem eng-
inn maður sá né heyrði, er svo vel tímasett, að ekki skakkar nema
fáum sekúndum.
Þegar eftir Steinshoitsferð okkar Árna í Stóru-Mörk, 23. janúar,
sneri ég mér til Ragnars Stefánssonar í Jarðeðlisfræðideild Veður-
stofunnar og innti eftir viðbrögðum jarðskjálftamæla á þeim fjórum
stöðum, sem slík tæki eru til hér á landi. Ég fékk greið svör: Jarð-
skjálftamælirinn í Reykjavík var biiaður. Á Akureyri, 240 km frá
Innstahaus, kom ekkert fram á mælinum. Mælirinn í Vík í Mýrdal,
aðeins 40 km frá Innstahaus, sýndi ekki heldur neitt óvenjulegt. En
sá mælir er ónákvæmur og sýnir ekki nærri því eins smáan titring og
binir. Aðeins mælirinn á Kirkjubæjarklaustri, 75 km frá Innstahaus,
hafði frá tíðindum að segja. — Ragnar Stefánsson skýrir svo frá:
„Jarðhræring mccld á Kirhjubæjarklaustri 15. janúar 1967. — Kl.
13, 47 mín. og 55 sek. að ísl. miðtíma hefst titringur og stendur yfir í
2 mínútur. Hann samanstendur mest af yfirborðsbylgjum, og bendir
það til, að upptökin séu nálægt yfirborði jarðar. Titringur sem þessi
er fátíður á jarðskjálftablöðum, og eiginlegur jarðskjálfti er hann
ekki. Upptökin er ekki hægt að ákvarða, en þau eru örugglega innan
100 km frá Kirkjubæjarklaustri. Þegar þessa er gætt og eins hins,
hve nálægt hlaupið og titringurinn eru í tíma, verður að teljast afar
h'klegt, að titringurinn stafi af hruninu í Steinsholti. Ef svo er, hefur
orkan, sem leystist úr læðingi í líki jarðskiálftabylgna verið I010—
10"erg."