Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
161
hlaupum verður lýst nánar, skulum við enn um sinn athuga, hverjir
möguleikar voru á vatnshlaupi úr Steinsholtsjökli. Lítum fyrst á
stærð þessa hlaups.
Hlaupmörkin eru vísbending um hámarksrennslið, en við lítið er
að styðjast til að áætla heildarrúmmál hlaupsins, engin tímasetning
á byrjun þess né endi, vexti né rénun. Þó er augljóst, að það var
skammvinnt. Alger vöntun annarra flóðmarka en frá hámarkinu,
en í þeirra stað merkin, sem fyrr var lýst, um hraðfara „útsog“ eftir
hlaupölduna bendir til, að allt hlaupið liafi farið Iijá á sekúndum
fremur en mínútum.
Rennsli, mælt í rúmmetrum á sekúndu (m3/sek.), er margfeldið af
þversniðsflatarmáli, mældu í flatarmetrum (m2), og meðalstraum-
hraða, mældum í metrum á sekúndu (m/sek.). Þversniðið þekkjum
við með sæmilegri nákvæmni í Steinsholtsdal. Það var minnst í dal-
mynninu, um 4 000 m2, nálægt 12 000 m2 í miðjum dal og eitthvað
22 000 m2 um lónið við jökulsporðinn. Um hraða hlaupsins var þess
áður getið, að hann nam til jafnaðar um 9 m/sek. á kaflanum frá
Innstahaus að Þórólfsfelli og um 4 m/sek. frá Þórólfsfelli fram að
Markarfljótsbrú. Eins og til hagar um halla farvegarins, er fullvíst, að
hraði hlaupsins fór síminnkandi eftir því sem neðar dró á báðum þess-
um köflum. Hann gat fráleitt verið minni en 15 m/sek. í dalmynninu
og 20—25 nr/sek. innar í dalnum (sennilega var hann miklu meiri).
Samkvæmt þessum lágmarksáætlunum komst rennslið um dalmynnið
upp í 60 000 og inni í dalnum 240 000—300 000 m3/sek. Þetta eru
óskaplegar stærðir, eitthvað tvöhundruð- til þúsundfalt meðalrennsli
Þjórsár eða á borð við Kötluhlaup.
Þá er þess að gæta, að hámarksrennsli hlaupsins minnkar sam-
kvæmt þessum reikningi niður í finnnta hluta á aðeins 3 km leið
frá Steinsholtslóni fram í dalmynni. Um skammvinnt vatnsflóð,
hlaup, er að vísu sjálfsagt, að hámarksrennslið minnki niður eftir
farveginum, því að flóðaldan flezt út, frambrún fer hraðara en aftur-
endi. En svona ör minnkun er óhugsandi nema eitthvað af efni
hlaupsins hverfi úr því á leiðinni. Það efni gat ekki verið vatn, því
að fjöll héldu að á báðar hliðar og þær hlaupskvettur, sem köstuðust
norður yfir Suðurhlíðar voru rninni en svo, að nokkru muni.
í öðru lagi er óhugsandi, að á hinum stutta kafla frá Innstahaus
ofan jökultunguna að Steinsholtslóni hafi nokkurs staðar verið til-
tækur nægilegur vatnsforði í slíkt hlaup, sem merkin sýna í Skara-