Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 123 rana er nefnist Suðurhlíðar (eða Suðurhlíðabrún) og gengur vest- ur frá rótum Rjúpnafells nyrzt í Skaratungum. Sá rani nær langt út með Steinsholti. Steinsholtsá kemur úr Steinsholtslóni við jökul- sporðinn og rennur þaðan litlu norðar en vestur um nafnlausan dal milli Steinsholts og Suðurhlíða. Sá dalur kemur hér mjög við sögu og verður eftirleiðis til að komast hjá málalengingum kallaður Steinsholtsdalur. I mynni hans, sem er þrengra en dalurinn fyrir innan og veit norður, beygir áin í þá átt og sameinast loks Krossá á Markarf 1 jótsaurum. í stað frekari landslagslýsingar í orðum skal á það bent, að allt sem hér var sagt og ótal margt fleira til viðbótar um landslag í Steinsholti og nágrenni, má lesa sér til af ágætum landabréfum. Þau eru Uppdráttur Islands gerður eftir landmælingum 1907 (blað 58 í mælikv. 1:50 000 og 1:100 000), kort Bandaríkjahers af íslandi (1:50 000), og kort Ferðafélags íslands af Þórsmörk og nágrenni (1:50 000). Síðastnefnt kort hefur það fram yfir hin, að það sýnir Íökuljaðra mjög nálægt því sem þeir liggja nú (samkv. flugmynd- um Landmælinga íslands 1960), en á hinum kortunum, sem eru gerð eftir eldri mælingum, ná jöklarnir mun lengra fram. Allt fast berg, sem til sést í Steinsholti og annars staðar í norður- hlíð Eyjafjalla, telst til móbergsmyndunar Miðsuðurlands, enda er móberg þar algengust bergtegund. Móbergið í Steinsholti er all- breytilegt að gerð, misgróft og mishart. Sérstaklega lint er svart af- brigði, sem víða hafa holazt í stórir hellar. Auk eiginlegs móbergs eru þarna þykk lög af „ruðningsmóbergi", þ. e. sendnum leirsteini með basaltmolum á víð og dreif, og er það þéttara og traustara en annað móberg. Fremur lítið basaltívaf er í móberginu í Steinsliolti. Þó íinnast þar blágrýtisgangar og kubbabergskleggjar (14. mynd), en eiginlegt bólstraberg hef ég ekki séð þar. Efst uppi við jökulrætur eru klapp- ir og klettaborgir úr grágrýti og munu hraun að uppruna. Bergið í Steinsholti er víða með greinilegri lagskiptingu, og hall- ar lögum þess yfirleitt norður, en mjög misbratt, og mislægi er víða. Þessi halli mun upphaflegur, en ekki til kominn við liöggun. Á því tímabili, er eldgos voru að hlaða þessum jarðlögum hverju ofan á annað, hefur yfirborði landsins hallað þarna til norðurs, eins og því hallar enn, en mislægið vitnar um gröft gilja í gosldéum á myndunarskeiðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.