Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 40
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Eins og vænta mátti, lágu margar af hinum brákuðu hríslum, sem
þó héngu fastar á rót sinni, teygðar í þá átt sem hlaupið æddi yfir
þær. Afrifið myndaði einnig rákir með sömu stefnu. En þessu var
annan veg farið um hinn smávaxnari og linari gróður, sem einnig
hafði losnað um. Sina, rótatægjur og lyngdræsur lá allt teygt undan
haila, þvert niður brekkuna. Þannig hefur það bersýnilega skolazt
af vatni, sem hefur alls staðar fossað ofan brekkuna, eftir að megin-
hlaupið var farið hjá. Þessi verksummerki minna helzt á aðslag og
útsog öldu, sem skellur skáhallt upp að sjávarströndu og brotnar.
Þó hefur hér verið margfalt meiri aflsmunur aðslags og útsogs en í
nokkru brimi.
í suðurhlíð Steinsholtsdals, þ. e. með vinstra jaðri hlaupfarsins
allt út undir dalmynnið, tókst mér ekki að finna nein glögg hiaup-
mörk. í fyrstu átti ég þeirra helzt von í svipaðri hæð og í norður-
hlíðinni, þ. e. í 30—70 m hæð yfir dalgrunninum. En að sunnan-
verðu fundust engin merki eftir hlaupið — hvorki afrif á mosateyg-
ingum né strandaðir jakar — hærra en um 20 m yfir jafnsléttu. Þarna
hlýtur yfirborði hiaupsins að hafa hallað um þvert frá hægri til
vinstri, þ. e. frá norðri til suðurs. Orsök þessa halla gat vart verið
önnur en miðflóttakraftur. Hraði hlaupsins var slíkur, að vegna
tregðu hlaupmassans og sveigju hlaupfarsins til vinstri undir
Rjúpnafelli skall það hærra upp að hægra bakkanum en hinum
vinstra.
í mynni Steinsholtsdals verður aftur þverbeygja á hlaupfarinu,
að þessu sinni til hægri. Dalmynnið veit norður, að aurunum miklu
á mótum Krossár og Markarfljóts, og er mun þrengra en dalurinn
fyrir innan. Vestan þess er brekka upp á kamb jökulöldunnar miklu
framan við Falljökul, og heitir þar Hoftorfa. En að austan er klett-
óttur vesturendi Suðurhlíða, kallaður Réttarnef, og norðan undir
þeim valllendið Fagriskógur. Steinsholtsá rennur um breikkandi
aura norður úr dalmynninu og skilur Hoftorfu frá Fagraskógi.
Á þessari beygju hlaupfarsins fyrir Réttarnef koma áhrif mið-
flóttakraftsins ekki síður skýrt í ljós en á hinni efri undir Rjúpna-
felii. Hægra megin, þ. e. á Réttarnefi, sjást ekki einhlít merki eftir
hlaupið hærra en 15 m yfir ána og óljóst upp í 20 m í mesta lagi. En
vinstra megin, í Hoftorfu, er ótvírætt afrif eftir hlaupið upp í 40 m
hæð, og önnur merki þess, öll hin sömu og fyrr var lýst inni í
dalnum, eru þar einkar glögg upp í 30—35 m hæð.