Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 51
NATTURUFRÆÐINGURINN 163
Skaratungum sem vatnsborðsmerki og er meira að segja hundrað
sinnum of lág til þess að skýra vatnsmagnið í Markarfljótshlaupinu.
Jakahrönnin í Skaratungum hlýtur að hafa kastazt fremur en
skolazt upp í hlíðina. En hin skörpu mörk hrannarinnar upp á við
gefa í skyn, að hún hafi borizt í einhvers konar samfelldri fyllu
með nokkurn veginn ákveðnu yfirborði. Fæ ég ekki betur séð en hér
hafi verið um eins konar gusthlaup að ræða.
Nafnið gusthlaup verður hér haft í víðri merkingu og látið ná
til hvers konar fyllu, sem vegna þyngdar sinnar brunar fram undan
halla, en er þó — að rúmmáli til — að mestu leyti loft. Þyngd hlaup-
fyllunnar veldur smámulið fast efni eða vatnsúði, sem hefur kastazt
út í ioftið eða komið upp með því og þjappar því saman í falli sínu
aftur til jarðar. Gusthlaup geta borið fram mikið magn af föstu efni,
sem hggur eftir í farvegi þeirra og er að molastærð allt frá leðju eða
ryki upp i stórbjörg, en þau geta einnig graíið rennur í undirlagið.
~ Nokkur sundurleit dæmi skulu nefnd lauslega:
Hrikalegust og ægilegust tegund gusthlaupa eru svonefnd eldský
(á frönsku nuées ardentes), sem stöku sinnum verða til í eldgosum.
Eldský er gosmökkur, svo þrunginn gosmöl og samanþjappaður, að
þrátt í'yrir glóandi hita er hann eðlisþyngri en andrúmsloftið, og —
í stað þess að hefja sig upp frá eidfjallinu — æðir hann að hætti
flóðs eða skriðu ofan hlíðina. Frægasta dæmið er eldský úr Mont
Pelé, sem eyddi borgina Saint-Pierre á eynni Martinique árið 1902.
Náskyld eldskýjum eru gusthlaup, sem fara með jörðu út frá stór-
um sprengingum og nefnd hafa verið base surges á ensku. Þau hafa
verið athuguð nánast í kjarnorkusprengingum síðustu áratuga, bæði
í sjó og neðanjarðar, en auk þess í eldgosum. Má þar einkum til
nefna rannsóknir bandaríska jarðeldafræðingsins J. G. Moore (1967)
á eldgosi í Taal á Filippseyjum árið 1965. Þar mældist hraði gust-
hlaupa allt að 50 m/sek, og þau flógu börk af trjám í allt að 6 km
f jarlægð frá upptökunum í gígnum. — Miklu smærri en þó einhlít
gusthlaup af þessu tagi voru athuguð og Ijósmynduð í Surtseyjar-
gosinu af Sigurði Þórarinssyni og fleirum.
í Heklugosinu 1947 fann ég verksumerki — m. a. „afrif" og leðju-
skán — eftir gusthlaup í norðurhlíð Heklu í gosbyrjun. Þessum
merkjum hef ég lýst áður og skýrt uppruna þeirra. Ég var þá nokkuð
deigur að setja fram skýringu mína, en eftir þær rannsóknir, sem
síðan hafa verið gerðar og birtar um gusthlaup, virðist mér hún ein-