Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 98

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1968, Blaðsíða 98
210 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN göt. Mörg þeirra eru um 1 cm í þvermál með dökkum hring í kring, og eru sum götin eða pípurnar fyllt gjallkenndu basalti. Öruggt er, að mikið eru þessir undanfarar sjálfrar Dyrhólaeyjar búnir að missa af upphaflegri reisn sinni. Samt er ekki auðvelt að gizka á, hversu lengi þeir hafa staðið einir úr hafinu, því að hraði uppbyggingar og eyðingar getur verið mikill á íslandi. En víst er það, að nokkurn tíma hafa þessir grágrýtiskleggjar verið búnir að standa af sér öldur hafsins, er nýtt neðansjávarsprungugos hófst am 1600 m vestar en hið fyrra. Sprungustefnan var svipuð og á eystri sprungunni og sennilega hefur aðallega gosið á þrem eða fjórum stöðum. Þó getur verið, að víðar hafi gosið lítillega, þótt ekki sjái þess nú merki. Ekki þarf annað, en að gosin hafi staðið stutt og ekki náð að mynda varanlega gígtappa, enda er nú vart hægt að byggja á öðru en þeim um staðsetningu gosrása. Svo er að sjá, að þá, eða máske síðar, hafi einnig gosið um 800 m austur af syðsta gígnum. Gos þetta hefur ekki verið á sprungunni sjáifri held- ur trúlega á sprungu, sem legið hefur með suðlægri stefnu út frá aðalsprungunni. Þar er nú Lundadrangur. Vestari sprungan virðist hafa verið öllu stærri í sniðum en fyrri sprungan, því að um 1500 m hafa verið milli nyrzta og syðsta gígs- ins, svo sem ráða má af ummerkjunum. Allt bendir til þess að þetta gos hafi verið mun öflugra en hið fyrra, og að það hafi staðið lengur. í þessu gosi varð núverandi Dyrhólaey til. Ekki er nú hægt að segja um með vissu, hversu margir gígar hafi verið þar virkir samtímis. Berglögin vestan í Háeynni benda þó til þess, að tveir nyrztu gígarnir hafi verið virkir samtímis, þ. e. gígarnir þar sem nú er Kambur og Hildardrangur. Sennilegt er, að nyrzti gígurinn hafi verið tvískiptur. Um hinn gíginn er fátt hægt að álykta, því að þar er nú eftir aðeins drangur, sem rís úr hafinu, Máfadrangur. Mikið magn af lausum gosefnum, gosmöl og vikri, hefur komið þarna upp. Þegar eyjan var stærst, hefur hún eftir stefnu og halla berglaganna í henni og dröngunum, vart verið minna en 2,5 km á lengd og 1,5 km á breidd. Að auki mynduðust hallalitlar malarfjörur austan undir gosmalarfjallinu á meðan gosið stóð, og hafa þær sennilega verið a. m. k. 800 m á breidd austur frá fjallsrótum, eða máske réttara sagt gosmalarhaugunum. Mest hæð f jallsins hefur vart verið minni en 150 m, og reyndar sennilega enn meiri. Það skal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.