Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 102
210
NÁTTÚR UFRÆÐINGURINN
göt. Mörg þeirra eru um 1 cm í þvermál með dökkum hring í kring,
og eru sum götin eða pípurnar fyllt gjallkenndu basalti.
Öruggt er, að mikið eru þessir undanfarar sjálfrar Dyrhólaeyjar
búnir að ntissa af upphaflegri reisn sinni. Samt er ekki auðvelt
að gizka á, hversu lengi þeir hafa staðið einir úr hafinu, því að liraði
uppbyggingar og eyðingar getur verið mikill á íslandi. En víst er
það, að nokkurn tíma hafa þessir grágrýtiskleggjar verið búnir að
standa af sér öldur hafsins, er nýtt neðansjávarsprungugos hófst
um 1600 m vestar en hið fyrra. Sprungustefnan var svipuð og á
eystri sprungunni og sennilega hel'ur aðallega gosið á þrem eða
fjórum stöðum. Þó getur verið, að víðar hafi gosið lítillega, þótt
ekki sjái þess nú merki. Ekki þarf annað, en að gosin hafi staðið
stutt og ekki náð að mynda varanlega gígtappa, enda er nú vart
hægt að byggja á öðru en þeim um staðsetningu gosrása. Svo er að
sjá, að þá, eða máske síðar, hafi einnig gosið um 800 m austur af
syðsta gígnum. Gos þetta hefur ekki verið á sprungunni sjálfri held-
ur trúlega á sprungu, sem legið hefur með suðlægri stefnu út frá
aðalsprungunni. Þar er nú 1 .undadrangur.
Vestari sprungan virðist hafa verið öllu stærri í sniðum en fyrri
sprungan, því að um 1500 m hafa verið milli nyrzta og syðsta gígs-
ins, svo sem ráða má af ummerkjunum. Allt bendir til þess að þetta
gos hafi verið mun öflugra en hið fyrra, og að það hafi staðið
lengur. í þessu gosi varð núverandi Dyrhólaey til.
Ekki er nú hægt að segja um með vissu, hversu margir gígar
hafi verið þar virkir samtímis. Berglögin vestan í Háeynni benda
þó til þess, að tveir nyrztu gígarnir liafi verið virkir samtímis, þ. e.
gígarnir þar sem nú er Kambur og Hildardrangur. Sennilegt er,
að nyrzti gígurinn hafi verið tvískiptur. Um hinn gíginn er fátt hægt
að álykta, því að þar er nú eftir aðeins drangur, sem rís úr hafinu,
Máfadrangur.
Mikið magn af lausum gosefnum, gosmöl og vikri, hefur koinið
þarna upp. Þegar eyjan var stærst, hefur hún eftir stefnu og halla
berglaganna í henni og dröngunum, vart verið minna en 2,5 km á
lengd og 1,5 km á breidd. Að auki mynduðust hallalitlar malarf jörur
austan undir gosmalarfjallinu á meðan gosið stóð, og hafa þær
sennilega verið a. m. k. 800 m á breidd austur frá fjallsrótum, eða
máske réttara sagt gosmalarhaugunum. Mest hæð f jallsins hefur vart
verið minni en 150 m, og reyndar sennilega enn meiri. Það skal