Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 30
138
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
í fjárleitum Eyfellinga á haustin ganga jafnan tveir menn á Innsta-
haus og finna þar stundum fé. Að undanförnu hefur Ragnar Guð-
jónsson í Kvíhólma farið í þessa göngu, og haustið 1966 var Helgi
Friðþjófsson í Seljalandsseli með honum. Náði ég tali af þeim báð-
um s. 1. sumar. Ragnar hefur komið hæst upp á Innstahaus oftar en
hann kann tölu á. Fyrir eitthvað sjö eða átta árum tók hann þar el tir
sprungu í jörðu. Hún lá samsíða austurbrún fjallsins og á að gizka
30 m frá henni. Ragnar telur sprunguna hafa farið greinilega víkk-
andi ár lrá ári, en þó litlu eða engu víðari haustið 1966 en 65. Var
þá orðið óárennilegt að stökkva yfir hana. Þessa sprungu má greina
sem örmjóa rák á flugmynd Landmælinganna frá 1960. Samkvæmt
myndinni var hún um 100 m löng, og lega hennar og stefna kemur
vel heim við lýsingu þeirra Ragnars og Helga.
Þegar ég kom upp á Innstahaus, 30. júní 1967, gat þar enn að líta
norðurhluta þessarar sprungu, á að gizka helming hennar, en sunnar
hafði öll spildan austan sprungunnar hrunið niður. Þessi sprungu-
endi afmarkar allt að 20 m breiða spildu, sem skagar nú fram í
brún hrunstálsins. Vissulega má búast við, að einnig sú spilda hrynji
áður en mörg ár líða. En þó að hún fari öll í einu lagi, verður það
hrun smávægilegt hjá því, sem þarna varð 15. janúar. Laus melur er
í sprungubörmunum fáeina metra niður, en berg þar undir. Niðri í
berginu sýndist mér breidd sprungunnar 20—30 cm, en hrunið hefur
úr melbökkunum, svo að efst verður breiddin 1—2 m. Sams konar
melur, grýttur á yfirborði, en mest leir þegar neðar kemur, er víðar
uppi á Innstahausi og myndar sums staðar meira en 5 m þykkt lag
efst í nýja hrunstálinu. Hann er bersýnilega jökulruðningur að upp-
runa og ekki yngri en frá ísöld, því að síðan hefur jökull aldrei
gengið yfir Innstahaus.
2. Hrunurð’in
Hrunurðin (b á 4. mynd) undir brotsárinu í Innstahaus jjekur
28 ha svæði. Ætla má, að talsverður meirihluti hennar, vesturhlut-
inn, hvíli á bergi, en austurjaðarinn liggur á jökli. Urðin er eiu
samfellt grjóthrúgald með bröttum brúnum út af til allra hliða o»
ærið mishæðótt með bröttum kömbum og strýtum. Hún greinist
heldur óglöggt í þrjár meginöldur, sem liggja þvert við hrunstefn-
unni, og er sú í miðið langstærst, en hver alda er aftur samsett úr
óreglulegum haugum úr eggjagrjóti og stórbjörgum upp í marga