Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 16

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 16
110 BIlíGm THORLACIUS ANDVARI kröfur trúboðanna. Lifnaðarhættir eyjamanna voru svo gjörsamlega frábrugðnir því, sem trúboðarnir ætluðust til, að hvorugur aðilinn skildi hinn. Hawaii- búar þekktu ekki einkvæni, og í ástamálum var næstum ekkert til, sem heim- fært varð í þeirra huga undir synd. Þeim gekk því erfiðlega að feta sig eftir hinum nýju siðferðisstigum. En trúboðarnir unnu af mikilli elju. Þeir lærðu mál Hawaii-búa, komu á lót skólum, bjuggu ti! stafróf fyrir tungumál eyja- manna og gerðu þannig kleift að lesta það á bók. Biblíuna þýddu þeir á hawaiisku. Sumt al því, sem trúboðarnir kornu til leiðar í hinum bezta tilgangi, reyndist til mikillar ógælu fyrir Hawaii-menn. Má þar nefna, að trúboðarnir fengu konunginn til að skipta allmiklu af bezta ræktunarlandi eyjanna meðal þegna sinna, — en áður bafði konungur einn átt landið. Tilgangur trúboðanna var vitanlega sá að skapa sjálfstæða bændastétt, sem ræktaði sín eigin akur- lönd og gæti smátt og smátt orðið sínir eigin herrar efnalega. Þetta fór á allt annan veg. Aðkomumenn náðu landinu með ýrnsu móti úr höndum heima- rnanna, á löglegan hátt að vísu, en vegna þess að eyjamenn skildu ekki gildi þess að eiga landið sjálfir. Þannig sköpuðust enn meiri skilyrði en áður fyrir erlenda fésýslumenn til að ná fótfestu og hinir löngu fingur erlends fjármagns náðu æ betri tökum á auðlindum Hawaii, en heimamenn urðu ekruþrælar, ásamt innfluttum mönnum frá Kína, Kóreu, Japan og Filippseyjum. Hversu mjög sem sumir hinna hvítu rnanna lögðu sig fram unr að flytja Hawaii-búum það, er þeir álitu bezt í heimi hvítra manna, verður það að segj- ast, þegar litið er yfir sögu Hawaii, eftir því sem hún verður skynjuð gegnurn rökkur aldanna, að ekkert hefur í raun og veru hent Hawaii-búa jafn hörmulegt og að umheimurinn skyldi nokkru sinni finna hinar undurfögru eyjar, sem mókt höfðu í sólskini úthafsins frá alda öðli, lausar við utanaðkomandi vá og voða, þótt við ýmsan vanda væri að fást heima fyrir. Eftir því sem hvítir menn iluttust meir til eyjanna, komu þeir auga á fleira, sem verðmætt var eða gat orðið verðmætt í öðrum löndum. Ber þar fyrst að nefna sandelviðinn, — viðinn, sem ilmar eins og reykelsi. Brátt hófst skógar- höggið í svo stórum stíl, að öllum sandelviði var eytt á eyjunum á skömmum tíma, og hvarf þá sú tekjugrein, en skógarhöggið hafði verið sótt svo fast, að landbúnaðurinn og aðrar atvinnugreinar voru vanræktar til stórtjóns. En hvítu mennirnir fluttu líka inn sitthvað, sem vaxið gat á eyjunum, og þar rnátti raunar heita að allt gæti vaxið. Nýjar plöntur og tré til skrauts og nytsemdar voru fluttar inn frá Indlandi, Kína, Japan og Ameríku. Og margbreytni jurtalífsins óx ekki síður en mannlífsins sjálfs á þessum útbafseyjum. Brátt varð það svo, að ræktun sykurreyrs varð stórrekstur, sem átti gengi sitt undir markaði í Banda- ríkjunum. Að vísu var baráttan um markaðinn hörð, því að suðurríki Banda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.