Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.08.1961, Qupperneq 82

Andvari - 01.08.1961, Qupperneq 82
176 liJÖUN ÞORSTEINSSON ANDVARl lega Þorstein Ólafsson eða einliverja ís- lendinga, sem voru á Grænlandi 1406 til 1410, og hann kann e. t. v. að segja frá mönnum, sem höfðu verið í Marklandi. Enski kaupmaðurinn hlýðir með athygli frásögn ábóta; grænlenzk tannvara, feldir og fálkar eru dýrmætur varningur. Það er ómaksins vert að gera út leið- angur til landsins græna, og greipar eru látnar sópa um eignir hinna fornu Græn- lendinga. Eftir það svara ferðir þangað ekki kostnaði, og lengra vestur yfir hafið var ekkert að sækja nema fisk, sem menn urðu að veiða sjálfir. Fregnir um lönd handan hafsins langt í norðri berast til hirðarinnar í Portúgal, og konungur gerir út leiðangur þangað í samráði við Dana- konung, en leiðangursmcnn finna hvergi skjóttekin auðæfi. Leiðangrar frægðar- manna lögðust því niður um skeið vestur yfir Atlantshaf. Það var helzt að nokkur fiskiskip frá Bristol legðu leið sína öðru hverju á miðin undan Nýfundnalandi. Þegar frægðarmenn létu úr höfn að nýju, þá var það ekki til þess að leita að eyði- eyjum, heldur til þess að komast að auð- æfum Austurlanda. Vonin um gull og gersemar rak þá úr einni ófærunni í aðra. En surnir sinntu ekki gullleitinni, heldur lögðust við stjóra og drógu fisk. Miðin við Nýfundnaland urðu Englendingum drýgri tekjulind, þegar til lengdar lét, en allt gull Mið- og Suður-Ameríku varð Spánverjum. Staðreyndir. Helztu staðreyndir um fund eða réttara sagt um siglingar til Norður-Ameríku á 15. öld virðast í stuttu máli þessar: íslendingar varðveittu sagnir um lönd handan Atlantshafs: Labrador og Ný- fundnaland eða Markland og Vínland hið góða. Bristolmenn taka að sigla til Islands snemma á 15. öld, en Islandskaup- menn þeirrar borgar sigla einnig á Spán og Portúgal, en Portúgalskonungur var mikill áhugamaður um landaleitir og hafði um miðja öldina jafnvel danska menn í þjónustu sinni. Um 1476 gera konungar Dana og Portúgalla út leið- angur til landkönnunar vestan íslands. Árið 1477 gerir Kólumbus sér ferð til Bristol og jafnvel til Islands til þess að auka landfræðiþekkingu sína. Um 1480 eru Bristolmenn farnir að stunda landa- leitir á Atlantshafi, tíu árum síðar eru þeir farnir að senda skip vestur yfir hafið og telja sig skömmu síðar hafa fundið löndin við Nýfundnaland í gamla daga. Árið 1497 er gerður út opinber, konung- legur leiðangur til þess að helga Eng- landskonungi þessi lönd, en sá leiðangur átti að verða eins konar forleikur að sigl- ingum til Austurlanda. Handan hafsins kannar Cabot þau lönd, sem talið er, að íslenzku og grænlenzku landkönnuðirnir: Bjarni Herjólfsson, Leifur heppni og Þor- finnur karlsefni fyndu og könnuðu um og eftir aldamótin 1000. Á sjónum urðu Bretar arftakar víkinganna fornu, þótt aldir skildu. HELZTU HEIMILDARIT: Carus-Wilson E. M.: The Overseas Trade of Bristol, Bristol Record Society 1937. Vigneras L. A.: New Lights on the 1497 Cabot Voyage to America; — Tlie Hispanic Ameri- can Historical Review, Vol. 36, 1956, Duke University Press. Williamson J. A.: The Voyages of the Cabots, London 1929. Sami: The Voyages of John and Sebastian Cahot; — The Historical Association, London 1937. íslenzkt fornbréfasafn XVI. bindi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.