Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 88

Andvari - 01.08.1961, Side 88
182 GUNNAR EINARSSON Á BERGSKÁLA ANDVARl röðulinn fyrir sunnan okkur, hvatur i spori og hljóp við fót til okkar. Þarna var kominn Jón Gíslason, hálfbróðir minn, sem fyrr er nefndur. „Sælir drengir. Eg skrapp að gamni mínu upp eftir til að vita hvernig gengi", sagði hann. Hann hafði komið heim af greni kvöldið áður og frétt um veru okkar þar efra. Lét sig ekki muna um að skreppa þessa hálfs annars tíma leið, þó hann væri orðinn 63 ára. Ekki var karl móður né sveittur eftir gönguna, nei, ekki alveg. „Ekki hafiÖ þið orðið varir við rebba, eða hvað?“ Ég benti honum á hræið, sem lá nokkru fjær. „Nei, nú er ég alveg forviða! Kom hann heim?“ — Svo varð ég að segja honum alla söguna og fara með þeim Gísla þangað, sem ég skaut hann, og sýna og segja allt, sem skeð hafði. Þarna sátum við þrír, rosknir menn, og skröfuðum og gizkuðum á eitt og annað, sem þessu kom við, allir glaðir og hressir sem ungir værum. — Svo fór Jón heim, en við Gísli lágum þennan dag og næstu nótt, þá höfðu hinir tveir yrðl- ingarnir, sem eftir voru, látið tælast í bogana. — Grenið var unnið að fullu. Ég fór til Sauðárkróks og fékk bílferð heim að kvöldi dags. Mörg hlý handtök og þakkaryrði fékk ég þann dag, og munu þau endast mér lengur en gjald það, er ég fékk greitt úr sveitarsjóði þeirra Skarðshreppshúa, og var það þó vel af hendi rcitt.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.