Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 87

Andvari - 01.08.1961, Page 87
ANDVARI UNNIÐ GRENI í TINDASTÓLI 181 af miklum áhuga með vinning okkar á greninu af öllum, sem fé áttu um þessar slóðir. Ymsir spáðu, að refurinn myndi aldrei unninn verða, en aðrir vonuðu og töldu, að við myndum sigra að lokum. Enn leið dagur og þriðja nóttin. Veður var stillt, en allar næturnar var frost þar efra. Enginn refur gaf sig fram, — og að morgni þriðju nætur lagði ég af stað með litla rebba. Nú skyldi allt reynt, sem ég gæti og kvnni fyrir mér. Ég lagði leið mína suður hlíðina og vestur með henni í sunnanvcrðum Tindastól. Gísli sagði mér frá klettastapa, allfjarri greninu, sem væri tilvalinn staður fyrir mig að felast við, tjóðra yrðlinginn og gott að sjá til ferða dýra úr flestum áttum, sem kynnu að renna á hljóð yrðlingsins. Þar hafði Jón Gíslason fellt styggan og hvekktan ref forðum, er hann vann Hripagreni að fullu, sem áður er frá sagt. Ég fór í stutt- um áföngum, notaði sjónaukann ræki- lega, en varð einskis vísari. Loks komst ég að stapanum. Þar var ágætt að búast um. Ég tjóðraði litla rebba á stað, sem ég sá vel til hans úr fylgsni mínu, og beið þess, að hann gaggaði. Eftir að hann hafði gjört ýmsar tilraunir að losa sig, fór honum að leiðast og gaggaði hátt og hvellt. Hljóð hans bergmáluðu frá klett- unum og hlutu að heyrast óravegu. Kind- ur, sem bitu niðri í hlíðinni, litu upp og í áttina til stapans. Ég horfði í allar áttir, bæði gegnum sjónaukann og með berum augum, en allt kom fyrir ekki. Ég var þarna í óratíma. Loks gafst ég upp. Ég færði mig vestar í hlíðina og hærra upp, tjóðraði yrðlinginn og beið, en ekkert nýtt skeði. — Loks ákvað ég að halda heim á grenið aftur. Sólin var komin í suðaustur, kl. orðin 9. Næstu nótt ákvað ég að reyna aftur. Ég labbaði hægum skrefum norður hlíðina, allhátt uppi, nam staðar annað veifið og horfði í allar áttir. Að lokum settist ég í lautar- drag svo sem 4—500 m sunnan við grenið og horfði yfir hlíðina og um- hverfið. Allt í einu hnykkti mér við. Blátt, stórt dýr kom í hægðum sínum skokkandi sunnan og austan frá bungu- vaxinni hæð, sem var alllangt frá mér, og var með eitthvað ljósleitt í kjaftinum. Ég greip pokann, sem hvolpurinn var í, og skreiddist á góðan stað, þaðan sá ég glöggt til ferða dýrsins. Það stefndi ská- hallt norðvestur, — í stefnu á grenið. Gæti það hugsazt, að hann væri nú fyrst að koma heim eftir 3 sólarhringa? Ég greip hvolpinn og erti hann, svo hann reiddist og skrækti. Rebbi stakk við fót- um, og ég lét litla rebba herða á hljóð- unum. Rebbi sneri við og kom, en of hægt, fannst mér. Ekki sleppti hann því, sem hann bar í kjaftinum. Enn herti litli rebbi hljóðin, — og þarna nálgaðist dýrið óðum, nú var það í 70 m fjarlægð — nú 50 — 40 — 30. Hann var alveg granda- laus. Skot — og rebbi hneig niður án þess að missa aðburðinn. — Ég gekk til hans, þarna lá hann með lambshaus, ásamt hálsi, í kjaftinum. Gamall og stór, en farinn að rýrna, sökum aldurs. Mjög tannbrotinn en selfeitur og auðsæilega vel saddur, — og það reyndist vera ein- tómt blóð. Ég settist niður hjá hinum fallna lambabana og naut þess að hafa sigrað. Yrðlingnum hafði ég banað strax og faðir hans var fallinn, enda þarflaust að hafa hann lengur sem agn. Ég tók saman dót mitt, sem hafði vaxið við fall rebba, því auðvitað varð hann að fylgja með. Eftir nokkra metra göngu sá ég Gísla vin minn koma. Hann hafði heyrt skotið, og nú varð fagna- fundur. Hann hafði veitt annan yrðling, einnig bláan ref. Við löbbuðum heim að hreysi okkar og fengum okkur kaffi- sopa, það var erfidrykkja eftir rebba gamla. Allt í einu snaraðist maður yfir

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.