Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 52
146
SIGURJÓN BJÖRNSSON
ANDVARI
væri að fella alveg niður hugtakið „Ich“-
hvöt og gera einungis ráð fyrir einni
grundvallarhvöt: kynhvötinni. Við slíkan
pan-sexualisma gat Freud alls ekki sætt
sig, heldur hélt hann áfram að rannsaka.
Það varð þó ekki fyrr en árið 1919, að
hann eygði lausn gátunnar, og ekki fyrr
en 1924, að hann taldi hana að fullu
leysta. Inntak kynhvatanna hélzt óbreytt
frá því sem áður var, hið hvatræna sjálf
(Ich-triebe) var fellt niður. Idin svokall-
aða árásar-hvöt bættist við, ásamt hinu
funktionella sjálfi -(Ego), sem dró starfs-
orku sína frá kynhvöt og árásarhvöt.
Þessar endurbætur Freuds hafa reynzt
mjög heilladrjúgar og orðið mikil lyfti-
stöng fyrir frekari rannsóknir, bæði í
fræðilegum og tæknilegum efnum. Með
tilkomu þeirra upphófst nýtt gróskuskeið
í sögu sálkönnunarinnar.
Nú vildi svo til, að einmitt á þessum
árum, þegar kenning Freuds var í nokkr-
um vanda stödd, var Jung að verða all-
órótt í félagi við Freuds-menn. Sjálfsagt
hefur það orðið honum hvatning til að
reyna sjálfur að kryfja hina fræðilegu
gátu til mergjar. Flann valdi þann kost-
inn, sem nærtækastur var, að fella niður
hugtakið „Ich“-hvöt og gera ráð fyrir
einni grundvallarhvöt: kynhvötinni. En
þá var hann kominn í ógöngur, því að af
því, sem að framan er skráð, má ætla,
að Jung hafi verið síður en svo geðfellt,
að verða sakaður um pan-sexualisma.
Þann vanda leysti hann með því að skil-
greina kynhvöt Freud-kenningarinnar á
nýjan leik og Ijá henni nýtt innihald.
Sú libidó, sem Jung gerði ráð fyrir, varð
e. k. almenn lífsorka, eitthvað í átt við
hið bergsonska „élan vital“. Sá kynferði-
legi blær, sem libidó tók á sig oft og
tíðum, var henni ekki eiginlegur, heldur
bættist við síðar, og Jung hneigðist mjög
til að líta á kynþörf mannsins sem eitt
af symbólum hinnar almennu lífsorku.
Þessi skoðun Jungs leiddi ennfremur af
sér, að hann varð að strika yfir rann-
sóknir og kenningar Freuds varðandi
þróun kynlífsins í bernsku. Tæknilega
hafði það í för með sér, að hin genetíska
— determínska sálarlífskönnun glataði
gildi sínu. Þegar svo var komið, hafði
myndazt óbrúanlegt djúp milli fræði-
kenningar Jungs og Freuds. Þeim var
þetta báðum vel ljóst, enda leitaði hvor-
ugur samstarfs við hinn eftir það.
Eftir var aðeins einn samnefnari: dul-
vitundin. Hún hafði löngum verið hyrn-
ingarsteinn sálkönnunarinnar, og sá,
sem fæstir þorðu að ráðast á, enda þótt
þeir væru Freud ósammála um margt.
Engu að síður lét Jung ekki staðar numið
þar. Hér studdist hann einnig við ábend-
ingar, sem Freud hafði gefið víða í rit-
um sínum.
Þannig var mál með vexti, að á fyrri
hluta starfsævi sinnar var Freud talsvert
veikur fyrir fýlógenetískum (phvlogene-
sis = ættþróun) sjónarmiðum. A þeim
árum var talsverður áhugi fyrir þeirri
kenningu, sem gerði ráð fyrir, að bíóló-
gísk einkenni, sem einstaklingurinn ávann
sér, gætu gengið að erfðum til næstu
kynslóða. Sú fræðikenning, að einka-
þróun (ontogenesis) væri að miklu leyti
endurtekning ættþróunar var talsvert í
heiðri höfð. Freud var stundum alldjarf-
ur við að heimfæra þessa kennisetningu
upp á sálarlífið. Má greinilega sjá það
á eftirfarandi tilvitnun: „. . . ich meine
es wird bald an der Zeit sein, einen Satz,
den wir Psychoanalytiker schon vor lan-
gem angesprochen haben, zu erweitern,
zu seinem individuellen, ontogenetisch
verstandenen Inhalt die anthropologische,
phylogenetisch zu fassende Erganzung
hinzufúgen. Wir haben gesagt: Im
Traume und in der Neurose finden wir
das Kind wieder mit den Eigentúmlich-
keiten seiner Denkweisen und seines