Andvari - 01.08.1961, Page 64
158
SVHINN SKOKRI IIOSKIILDSSON
ANDVAKl
reyndar glæsimenni. Hann var hár og
grannur og sérlega hálslangur, en það
fór honum vel öSrum mönnum fremur.
Mér fannst þetta einkenni hans minna
mig á sterkustu andstæðuna við frum-
menn og apa, sem hafa höfuðið kýtt nið-
ur í herðarnar.1'1)
Og sjálfum farast Gesti svo orð um
kornu sína til Winnipeg:
„Svo rann loksins dagurinn upp, sem
átti að sýna okkur Winnipég; þá gekk
mikið á. Stúlkurnar risu á fætur fyrir
allar aldir, fóru að þvo sér og greiða,
hafa fataskipti og klæða börnin í sunnu-
daga-búning. Þær allra-„fínustu“ settu
upp svarta hanzka, settust niÖur, horfðu
í sífellu út um gluggann og biðu svo
eins og brúðir eftir Winnipeg. Karlmenn-
irnir fóru að taka saman rúmfötin, troða
þeim ofan í poka og binda fyrir, til þess
að allt skyldi vera til. Og svo styttu þeir
sér seinustu stundina með því að reyna
til að borða upp það, sem eftir var af
nestinu, til þess að koma saddir og í góðu
skapi til höfuðstaðarins í Maniloba.
Og svo rann járnbrautarlestin loksins
hægt og varlega inn á Winnipeg-stöðina.
Þar var fullt fyrir af íslendingum til að
taka á mót ættingjum og vinum. Þar
\'oi;u líka kærastar á strjáli, sem áttu
konuefni í ferðinni og þeyttust eins og
flugur, karlflugur, innan um vagnana til
að leita að „eign“ sinni.
Og nokkrir hinir helztu Heimskringlu-
menn komu og tóku alúðlega á móti mér
og — - ferðinni var lokið.“2)
Gestur tók síðan við ritstjórn Heims-
kringlu ásarnt Eggerti Jóhannssyni og
komst svo að orði í ávarpi til lesenda, er
hann birti í blaðinu 24. júlí: ,,. . . ritstjórn-
ar-breytingin verður þannig ritstjóra-
viðbót, en ekki ritstjóra-skipti."
1) Lesbók Morgunblaðsins, 8. tbl. 1941, bls. 71.
2) Heimskringla 25. sept. 1890.
Um þessar mundir var Heimskringla
fjórar síður í stóru broti og kom út á
hverjum fimmtudegi. Tilkynnt var í blaö-
inu 25. sept. 1890, að eigendaskipti hefðu
orðið að því og nýtt félag verið stofnað
til að gefa það út. Nefndist það The
Heimskringla Printing & Publishing
Company, og var formaÖur þess og fram-
kvæmdastjóri Eggert Jóhannsson. Raun-
verulega var þó aðeins um skipulagsbreyt-
ingu að ræða, þótt útgáfufélagið hlyti
nýtt nafn og væri skrásett í Manitoba. I
upphafi árs 1891 varð enn sú breyting á
útgáfu blaÖsins, að Eggert Jóhannsson
hætti störfum, en Gestur tók einn við
ritstjórninni. Birti Eggert tilkynningu í
Heimskringlu 15. janúar þess efnis, að
hann væri farinn úr þjónustu prentfé-
lagsins. í næsta tölublaði Heimskringlu,
21. janúar, var Gestur svo einn skráður
ritstjóri, og tók blaðið þá að koma út á
miÖvikudögum. Við framkvæmdastjórn
útgáfufélagsins tók Þorsteinn Þórarinsson.
Gestur var síðan einn ritstjóri blaðsins,
unz hann lézt. Um launakjör sín við rit-
stjórnina segir hann í bréfi til Sigurðar
bróður síns 11. febr. 1891:
„Ég hef 70 dollara í laun um mánuð-
inn eða í íslenzkum peningum um 260
krónur. Þó dýrt sé að lifa hér, þá eru
það fremur góð laun."1)
Kemur þetta heim við frásögn Jóns
Ólafssonar,2) er telur, að Gestur hafi haft
60 dali í laun á mánuÖi, meðan þeir
Eggert voru báðir við blaðið, cn 70 eftir
að hann varð einn.
Urn þær mundir, er Gestur kom til
Winnipeg, var nokkur gróska í félags-
skap íslendinga þar. Voru þó allmiklir
flokkadrættir, og skiptust menn einkum
í tvær fylkingar. Heimskringla og aðstand-
1) Bréf í vörzlu Böðvars E. Kvarans.
2) Skáldrit — sem til eru — eftir Gest Pálsson,
Reykjavík, 1902, bls. 382.