Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 22

Andvari - 01.08.1961, Side 22
116 BIRGIR ’IHORLACIUS ANUVARI heiðnu Hawaii-búa til trúar á einn sannan guð> — en í reyndinni hefur þetta orðið svo, að guðir aðkomumannanna eru í dag litlu færri en guðir hinna fornu íbúa eyjanna. — En ef til vill er réttast að taka því eins og bifreiðarstjóri, sem ég ók með í New Dehli á Indlandi fyrir nokkrum árum. Hann spurði mig hverrar trúar ég væri, og þegar ég sagðist vera kristinn, þá sagði hann af rniklu um- burðarlyndi, að það gerði ekkert til, — það væri ekki víst, að það væri verra en hvað annað. Hvaða myndir, sem mannlífið kann að taka á sig á Hawaii í framtíðinni, þá virðist svo, sem þeir, er þar búa nú, uni hag sínum vel, — og náttúrufegurðin er einstök, allt frá pálmalundum á ströndinni og upp á snæviþakinn tind Mauna Kea. Dvöl okkar á Hawaii er lokið. Við erum aftur staddir í flugstöðinni á Oahu, við streymandi mannhaf, sem kemur og fer. Vinir okkar færa okkur ilmandi blómsveiga að skilnaði. Flugvélin ber oklcur út í nóttina og myrkrið og innan stundar eru ljósin í Idonolulu horfin.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.