Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 89

Andvari - 01.08.1961, Page 89
SIGURÐUR JÓNSSON frá Rrún: GRÁSKJÓNI Á GRUND Langi mann til að hrífast af hrossi, og sé þar von gæðings á götu, er ekki verst að vera rétt við útsýnisenda þeim megin, sem að er riðið, þá fær maður gripinn í návígi áður en maður er búinn að mynda sér nokkra skoðun um hann, en nákvæm sjón á einstök atriði s\rips, byggingar og ekki hvað sízt hreyfingarhátta skellur yfir mann án þess að upp komi fyrirfram gerðir dómar. Þá er auðvelt að verða hrifinn, ef nokkuð er fagurt. Svo er gott að burt- leiðin blasi við löng og gjarnan hlykkjótt, þá er hægt að endurskoða augnabliks- dóminn frá ýmsum hliðum: rengja sig um niðurstöðurnar og leiðrétta rangsýni og vanskyggni. Og þannig stóð ég að verki í Kaupangi sumarið 1924, þegar ég leit upp úr slægjunni við dynjandi hófa- glam, en Sigurður Stefánsson, kunningi minn, hesthneigður, þaðan úr sveitinni, var kominn rétt að mér ríðandi á Jarp- skjónu sinni. Og hrifinn varð ég. Þar fóru liðugar lappir, annað eins brokk- flug hafði ég að vísu reynt en sjaldan séð. Hrossið, sem hann teymdi, þandi sig á stökki og sýndist ekki mega miklu leifa. Ekki lýtti yfirsvipur gripsins, Skjóna laut ekki niður þótt hún greikkaði sporið. Þar fór stolt frú og framgangsprúð, sem hún var, gripum skreytt og gersemum, hlaðbúin í skaut niður. En skart hennar var ekki aðkeypt. Það var meðfætt og holdgróið eða ávanið. Og þetta voru henni engin sjaldhafnarklæði. Aðeins nafnið á ganginum sýndi það: brokk; þetta hund- billegasta af öllu ódýru, en hjá henni var það dans og kraftaverk. Ég varð skotinn í merinni og mér til einskis baga, ég átti sjálfur aðra engu lakari, svo þar komst engin öfund að eða sviði, en sjónina mundi ég. Og nóg uin Skjónu. Þrem árum síðar færði svo Snælda mín mér Þokka og tók hann síðan lengi upp mikið af áhuga mínum og umhugsun, því lausamaður með graðhest var ekkert vanafyrirbæri þar í sveit og sjálfum sér hvergi nærri fyrirhafnarlaus. Þokki eltist og gerði Sigurði Stefáns- syni glýju í augu engu síður en Skjóna hans mér. Sigurði fannst folinn eigandi og beztur blandaður við Skjónu. Ég var alveg sama sinnis, og við nafnar áttum saman hross á afrétt það sumar, sem Þokki var þrevetur, þótti heldur krásar- hljóð í hvorum okkar, sem var ef tilrætt varð um árangur starfa þeirra hrossanna, væntanlegan með næstu vordögum. Og hvorugt reyndist svikult né klauf- virkt. Skjóna kastaði á réttum tíma jarp- skjóttu hestfolaldi, sem svo síðar lýstist og varð gráskjótt, annaðist hún vel um það og hafði líka föðurinn með við upp- eldið, því svo leizt bæði þeim báðum og okkur nöfnunum sem þetta fyrirtæki hefði vel lánazt og væri sjálfsagt að endur- taka verknaðinn. Gafst þar nafna mínum

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.