Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 80

Andvari - 01.08.1961, Síða 80
174 1ÍJORN ÞORSTEINSSON ANDVARl mikil markaðsborg fyrir austrænar og vestrænar vörur. Eins og mörgum sæför- um og lærdómsmönnum 15. aldar var honum kunnugt, að jörðin er hnöttur. Hann vissi, hve miklum auðæfum menn söfnuðu af verzlun með austrænan varn- ing, og þekkti þær torfærur, sem voru á vegi kaupmanna austan um Asíu. Hann komst á þá skoðun, að auðveld- ari og fljótfarnari leið til hinna auð- ugu Austurlanda lægi vestur yfir Atl- antshaf. Verzlunarborgir Miðjarðarhafs höfðu engan áhuga á því að sann- reyna, hvort þessar hugmyndir Cabots og Kristófers Kólumbusar hefðu við rök að styðjast. Þær sáu einungis, að breyttar verzlunarleiðir mundu hnekkja verzlunar- veldi þeirra. Cabot fluttist því með fjöl- skyldu sína til Englands, og er talið, að hann hafi setzt að í Bristol eða Lundún- um um eða eftir 1486. Ekki ruku menn upp til handa og fóta til stuðnings við áform hans í Englandi, svo að hann mun hafa leitað á náðir Frakkakonungs, en hann átti þá svo annríkt við að berja á ítölum, að hann mátti alls ekki sjá af andvirði einnar smáorustu, svo að Cabot leitaði aftur til Englands. Þá skutu kaup- menn í Bristol að lokum undir hann litlu skipi, fengu honum 18 eða 20 manna áhöfn, og þannig búinn hélt hann út á Atlantshaf vorið 1496. I þetta skipti hreppti hann andbyr og varð afturreka. Næsta vor lét hann úr höfn í Bristol að nýju, og eftir 35 daga útivist náði hann Nýfundnalandi. Þaðan hélt hann til meginlandsins, komst suðurundir Hali- fax, en sneri þá til Englands aftur. Ilann sá minjar um mannavistir, en enga menn og helgaði löndin Englandskonungi og var tekið með kostum og kynjum við ensku hirðina. Árið eftir lét hann enn úr höfn í Bristol með fimm skipa flota og ætlaði nú að sigla vestur yfir Atlants- haf til Japans og Kína. Eitt skipið hrakti aftur til Irlands, en til hinna hefur ekki spurzt framar. Þetta vor 1498 siglir John Cabot og leiðangur hans út af spjöldum skráðrar sögu. Við vitum að fyrirætlun hans hlaut að mistakast; sú leið, sem hann ætlaði að fara til Austurlanda, var ófær, og í Norður-Ameríku biðu leiðang- ursmanna engin önnur auðæfi en góð fiskimið. Hafi Cabot eða einhverjir fé- laga hans náð aftur til Englands, þá biðu þeirra engin verðlaun fyrir afrekin. Við verðum að hafa það hugfast, að allt fram um 1490 fást ríkisstjórnir Vestur-Evrópu ekki, nema í Portúgal, til þess að leggja neitt í kostnað til þess að leita landa, og Danir gerðu út einn leiðangur um 1476. Kólumbus fór árum saman milli fursta- hirða álfunnar og bað árangurslaust um fleytu og mannafla til þess að sigla vestur yfir hafið og lagði að veði vonina í auð- æfum Austurlanda. En furstarnir höfðu þær einar spurnir af löndum í vesturátt, að þeir tímdu ekki að sjá af andvirði einnar stórveizlu eða smáorustu í jafn- vafasamt fyrirtæki og landafundi. Evrópu- þjóðir skorti ekki jarðnæði, þær sóttust ekki eftir óbyggðum eða lítt byggðum löndum, heldur gulli og dýrum varningi. Lönd án þegna og auðæfa voru þeim einskis virði enn sem komið var. Cabot opinberaði fund Norður-Ameríku. Fregn- in um fyrstu ferð hans barst með hrað- boðum til hirða helztu sjóvelda álfunnar. En Englendingar hófu ekki landnám í norðanverðri Vesturálfu fyrr en um það hil 100 árum síðar. Þeir reyndu með öllu hugsanlegu móti að komast fram hjá þessu mikla meginlandi, þeir reyndu að troðast norður fyrir það, þegar það reynd- ist óendanlegt til suðurs. Sagan um leit- ina að vesturleiðinni, leiðinni fram hjá Norður-Ameríku til Kyrrahafs, fjallar um endalausa hrakninga, ósigra og tortím- ingu. Menn héldu skipum sínum inn á flóa Norður-Kanada og komu aldrei aft-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.